Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 53 fyrir það 5 rd., en bandið kostaði 3 rd. Síðan keypti Bókmennta- l'élagið (deildin í Kaupmannahöfn) handritið af Jónasi fyrir sama verð. Þannig komst það í vörzlur Landsbókasafns, þótt síðar yrði. Dagbækur Sveins og ritgerðir lágu óprentaðar í hálfa aðra öld, — því miður. Jónas HallgTÍmsson tók nokkurn kafla í rit sín, en Þorvaldur Thoroddsen var sá, sem opnaði augu manna fyrir því, hvílíkt stórvirki Sveinn hefði leyst af hendi. Hann notaði handrit Sveins sem mikilsverða heimild, er hann samdi Lýsingu íslands og Eldfjallasöguna, liann skrifaði ýtarlega um rannsóknir Sveins í Landfrœðisögu sinni og lýsti Jöklariti Iiairs í Geografisk Tidsskrift. Þorvaldur Thoroddsen er engin loftunga að jafnaði, en á Svein Pálsson ber hann óskorað lof og harmar mjög, að rit hans skyldu ekki komast á prent, þegar þau voru samin. Það var ekki fyrr en árið 1945, að dagbækur og ritgerðir Sveins voru prentaðar og þá í íslenzkri þýðingu. Er bók sú fullar 800 bls. í fjórblöðungsbroti. Þýðingu og útgáfu önnuðust þeir Steindór Steindórsson, Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson. Ber bókin nafn- ið Ferðabók Sveins Pálssonar, dagbcckur og ritgerðir, 1791—1797. í Ferðabók Sveins kennir margra grasa. Þar eru fyrst dagbækur lians á rannsóknaferðum, rúmar 400 bls. Þá eru 7 ritgerðir um sér- stök efni, 250 bls. til samans. Þar í er ýtarleg ritgerð um jökla, lýsing Skaftárelda o. fl. Loks eru ýrnsar smágreinar og skrár yfir náttúrugripi og jurtir. Ég ætla aðeins að drepa sérstaklega á eina meginritgerð, Jöklarit Sveins. Það er um 125 bls. prentaðar og skiptist í þrjá meginkafla: 1) Um jökla almennt, 2) Um íslenzka jökla og 3) Landspjöll af jökl- um og jökulhlaupum. Hér á landi höfðu menn löngurn veitt því athygli, að jökul- tungur voru breytingum háðar. Stundum kom gangur í þær, svo að þær bólgnuðu upp og ruddust fram, stundum kipptu þær sér eða hopuðu til baka. Slíkar jökultungur fengu því hið ágæta nafn, skriðjöklar, hér á landi. Hitt var erfiðara að gera sér grein fyrir, hvernig á þessu jöklaskriði stæði. — Satt að segja, eru menn ekki enn á eitt sáttir í því efni. Þeir Eggert og Bjarni settu fram sínar getgátur um myndun og hreyfingar skriðjökla, en Sveinn hefur sitt ltvað við þær að athuga, sem vænta mátti. Hann konrst nærri hinu rétta, er hann gat þess til, að jökulísinn sigi fram af eigin þunga líkt og harpix eða bik. Nokkru áður hafði franskur fræði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.