Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 8
54
NÁTT Ú R UFRÆÐIN G U RI N N
maður, Bordier, látið í ljós svipaða getgátu, en það er fráleitt, að
Sveinn hafi þekkt rit hans, enda tekur hann það beinlínis fram,
að hann hafi ekki átt þess kost að kynna sér neitt af því, sem ritað
hafi verið um Alpajökla. Hinn danski lærimeistari lians var og
næsta fáfróður í þeim efnum.
Hvorki Sveini né hinurn frönsku fræðimönnum tókst að sann-
færa samtíðamenn sína, en liálfri öld síðar eða rúmlega það kom-
ust aðrir vísindamenn að sömu niðurstöðu. — Norski jarðfræðing-
urinn Amund Helland og Þorvaldur Thoroddsen urðu fyrstir til
þess að vekja athygli á Jöklariti Sveins. Þorvaldur hefur stuðzt
mjög við rit Sveins um jökulhlaup og landspjöll af þeim.
Eins og áður var getið, fór Sveinn rannsóknaferðir um mikinn
hluta íslands á árunum 1791—1794. Hið síðasta sumarið liafði hann
lagt leið sína austur Skaftafellssýslur til Austfjarða, þaðan vestur
til Skagafjarðar og loks suður Kjöl, mikla slarkferð. Hann kom 19.
október að Hlíðarenda og hafði þá farið, að hann ætlar, 1365 krn
vegalengd um sumarið. Þetta sumar hafði Náttúrufræðafélagið til-
kynnt Sveini, að það sæi sér ekki fært að veita honum lengur rann-
sóknastyrk, enda voru þá nýir menn teknir við stjórn þess. — Segir
Sveinn svo um hagi sína þetta haust: „Þáði Jiann næstkomandi
vetur vistartilboð á Hlíðarenda, — peninga- og atvinnulaus."
En iiér kom og nýtt mál til sögunnar. Sveinn getur þess einhvers
staðar, að þegar hann fór úr Viðey vorið 1793 og hélt austur um
sveitir, hafi Skúli fógeti beðið sig að taka í ferð með sér dóttur-
dóttur sína, Þórunni, þá 17 ára og vistaða hjá Vigfúsi sýslumanni
á Hlíðarenda. „Ekki er ólíklegt, að sá gamli hafi séð lengra fram
á veginn en Sveinn ætlaði,“ eins og liann kemst að orði. Þórunn
var dóttir Bjarna landlæknis, en Vigfús á Hlíðarenda átti systui
hennar.
Þessi unga mær var á Hlíðarenda, er Sveinn hafði þar vetur-
setu, og fór svo, að þau felldu hugi saman. Þegar sýslumaður komst
að því, taldi liann Svein af utanför, hét honum styrk til þess að
reisa bú og útvega lionum læknishérað á Suðurlandi.
Hér var úr vöndu að ráða fyrir Svein. Hann þurfti til Hafnar
til þess að fylgja eftir málum sínum við Náttúrufræðafélagið og
helzt af öllu að ljúka háskólaprófi í læknisfræði. Enn fremur hafði
hann sótt um lektorsstöðu við Hólavallarskóla, en liugsaði sér helzt
að fara alfarinn af landi burt, ef hann fengi ekki starfið. Vorið