Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 10
5G NÁT T Ú R U F RÆÐINGURINN Örnóljur Thorlacius: Um frumdýr Fylking frumdýra er fjölbreyttust allra dýrafylkinga. Engin önn- ur fylking dýra inniheldur tegundir, sem jafnólíkar eru innbyrðis og ijarskyldar tegundir frumdýra. Engu að síður eru mörkin milli frumdýra og æðri dýra mjög skörp, og raunar miklum mun skarp- ari en mörkin milli ákveðinna frumdýra og ákveðinna frumstæðra plantna. Tíðast eru frumdýrin skilgreind sem einfrumu dýr, til aðgrein- ingar frá öllnm öðrum dýrum, sem gerð eru af mörgum frumum. Sumir telja þessa skilgreiningu ekki fullnægjandi, því að líkami liókins frumdýrs, svo sem skolpdýrs, er að gerð og skipulagi alls ekki sambærilegur einstakri frumu í fjölfrumudýri. Frumdýrin eru því stundum skilgreind þannig, að líkami þeirra sé ekki með frumu- skipulagi. Samkvæmt þessu væri dýraríkinu skipt í tvo meginhópa: annars vegar frumulaus dýr, frumdýrin (Protozoa), en lrins vegar dýr með frumuskipulagi á fryminu, þ. e. svampdýrin (Parazoa) og hin eiginlegu vefdýr (Eumetazoa). Frumdýrin lifa við mjög mismunandi lífsskilyrði. Þau er að finna á einhverju formi svo til alls staðar, þar sem lífvænlegt er: sum lifa úti við, í söltu eða fersku vatni eða í rakri jörð, mörg lifa í skolpi á rotnandi lífrænum efnum, önnur lifa sem sníklar inni 1 eða utan á öðrum lífverum og margar tegundir lifa í samlífi við önnur dýr, svo að báðum er gagn af. Frumdýr dafna aðeins þar sem raki er, en ef harðnar í ári, geta margar tegundir rnyndað urn sig þétt hylki, lagzt í dvala og lifað þannig af harðindin. Þessi hylkismynd- un er jafnan samfara einhvers konar æxlun dýranna. Dvalahylkin geta borizt í lofti langar leiðir, enda eru margar tegundir frumdýra kosmopolit-tegundir, þ. e. útbreiddar svo að segja nnr allan heim. Öllum frumdýrum fjölgar með skiptingu. Oftast skiptast dýrin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.