Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 13
NÁTTÚ RUFRÆÐING U R I NN 59 Milli svipudýra og svipuþörunga, sem teljast til plantna, eru tng- in skörp takmörk. Þessar lífverur kallast einu nafni Flagellata eða svipungar. Svipuþörungar hala blaðgrænu og vinna lífræn efni úr koldíoxíði og vatni með aðstoð sólar- orkunnar, en eiginleg svipudýr hafa ekki blaðgrænu og þarfnast lífrænna cfna í fæðunni. Nokkrar ættir svij> unga með blaðgrænu eru þó að jafn- aði taldar til svipudýra, vegna þess að einhverjar tegundir innan ættar- innar eru blaðgrænlausar. Einnig er þekkt, að einstaklingar sömu tegund- ar séu ýmist með blaðgrænu eða án liennar. Mörkin milli dýra- og jurta- ríkisins liggja þarna innan endimarka ákveðinna tegunda (t. d. Euglena, 3. rnynd D). • ff^vaer- rr?' 2. mynd. Mastigamoeba aspera, svipudýr, scm ekki hefur fasta líkamslögun. ba. gr. endakorn svipunnar; bri. hárlaga frymis- geislar; c. vac. herpibóla; ps. frymisarmar; rh. þráður, sem tengir svipuna kjarnanum. Mörg svipudýr lila sníkjulífi. Til dæmis má nefna dýr af ættinni Tryp- anosomidae. Þessi dýr virðast upphaf- lega hafa verið sníklar í hrygglaus- um dýrum, t. d. skordýrum, en hafa mörg borizt með skordýrabiti í blóð hryggdýra og hafa síðan þróazt og breytzt svo að þau lifa nú nokkurn hluta ævinnar í hryggdýrablóði, þar senr þau valda oft háskalegum sjúkdómum. Leishmania (4. mynd B) veldur í mönnum kala-azar: háskaiegri veiki í milta og lifur, og fleiri hitabeltissjúkdómum. Trypanosoma (4. mynd D) veldur svefnsýki í mönnum og búpeningi í Afríku. Stór svæði í Afríku eru óbyggileg vegna þessarar skæðu veiki, senr berst nreð tse-tse-flugum í nrenn eða dýr, er flugurnar sjúga úr þeinr blóð. (5. nrynd). Svefn- sýkin kenrur fyrst lranr senr slen, sóttlriti og blóðleysi, en bráðlega leggst sýkin á nriðtaugakerfið, sjúkiingurinn á erfitt nreð að Iialda sér vakandi og sofnar loks svefninum ianga. Eftir að sýkin leggst á miðtaugakerfið, er lrún jafnan ólæknandi, en á fyrstu stigunr veik- innar tekst oft að eyða frumdýrunum með ýnrsum lyfjunr.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.