Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 21
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
67
Pessi gró ná — öll samtímis — þroska mismörgum dögum seinna,
eftir því, hvaða tegund Plasmodium-dýrs á í hlut. Þá springa blóð-
korn á nýjan leik, og hitinn stígur. Oft hverfur veikin eftir nokkur
hitaköst, en stundum taka gródýrin sér bólfestu í líkamanum utan
blóðsins — líklega í lifrinni — og geta borizt til blóðsins öðru
hverju og valdið liitaköstum.
Malaría er einn hinn versti sjúkdómur, sem lirjáir mannkynið.
Talið hefur verið, að um helmingur þeirra manna, sem í heimin-
um deyja, látist beinlínis eða óbeinlínis af völdum malaríu. í Ind-
landi deyr yfir milljón manns árlega úr malaríu.
IV. Skolpdýr (Ciliophora).
Skolpdýr eru flóknari að líkamsbyggingu en nokkur önnur frum-
dýr. Þau hafa mörg, lítil bifhár og eru ýmist þakin bifhárum um
allan líkamann eða eingöngu með bifhár á ákveðnum hlutum yfir-
borðsins. Stundum eru mörg bifhár gróin saman í himnur. Eftir
niðurröðun bifháranna er skolpdýrunum skipt í nokkra ættbálka.
Skolpdýrin skipta sér þversum, en svipudýr skipta sér nær öll að
endilöngu. — Megineinkenni
skolpdýranna er, að þau hafa
tvenns konar kjarna — einn eða
fleiri af ltvorri gerð: stórkjarna
og smákjarna.
Hreyfingar bifháranna eru
samstilltar. Undir bifháraröðun-
um liggja þræðir, sem tengd-
ir eru saman sín á milli. (16.
mynd.) Þetta Jrráðakerfi sam-
svarar að störfum taugakerfi
æðri dýra, það samstillir og
lfi. mynd. Smáhluu af „húð“ ildýrs,
Paramecium. Undir bifháraröðunum
liggja n. k. taugaþræðir.
temprar lireyfingu biflráranna. Ef skorið er á þráð eða þræði í
skolpdýri, hreyfast bifhárin stjórnlaust aftan við skurðinn.
Skolpdýr, sem lifa á fastri fæðu, hafa munn. Oft er munnurinn
í skál eða fellingu inn í dýrið. Fæðan meltist í vökvabólum, sem
ferðast eftir ákveðnum brautum um frymið, og ómeltur úrgangur
fer alltaf út um ákveðið op, nokkurs konar endajrarmsop.
í luið sumra skolpdýrategunda eru raðir af þráðhylkjum (tricho-
cysts), sem senda frá sér fíngerða þræði út úr dýrunum, þegar þau