Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 24
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sníkjulífi eða sem rándýr og sjúga þá í sig frymi annarra frumdýra. Þau hafa tvenns konar kjarna og víxlfrjóvgun eins og skolpdýrin, og í æsku hafa þau bifhár, en tapa þeim er þau vaxa. Þau æxlast við knappskot. Sogdýrin eru ýmist talin sjálfstæður flokkur eða undirflokkur skolpdýra. (19. mynd.) Sumir líffræðingar telja frumdýrin bezt aðgreind frá öðrum dýr- um á því, að kjarni þeirra, eða kjarnar — ef fleiri eru en einn — stjórni alltaf öllu fryminu jafnt, en aldrei stjórni neinn tiltekinn kjarni afmörkuðum frymishluta. í æðri dýrum eru hins vegar allt- af margir kjarnar, og stjórnar hver kjarni ákveðnum frymishluta: einni líkamsfrumu. Nú er komið í ljós, að þessi aðgreining stenzt tæpast, þegar urn flókin skolpdýr er að ræða. Stórkjarnar skolpdýranna samsvara að kjarnsýrumagni — og að öllum líkindum að litþráðafjölda — fjöl- mörgum venjulegum kjörnum. í sumum skolpdýrum skiptist stór- kjarninn í afmarkaða liði. Bandarískur líffræðing- ingur, P. B. Weisz, gerði tilraunir með skolpdýr af ættkvíslunum Stentor og Vorticella. (20. og 21. mynd). Þessi dýr hafa mjög langan stórkjarna. Fyrir hverja skiptingu rennur stórkjarninn sam- an í klump, en fljótlega eftir skiptingu tognar á ný á kjarnanum. jafn- Iramt sérhæfast mismun- andi hlutar kjarnans þannig, að hver hluti stýrir aðeins ákveðnum hluta lrymisins. Við getum gert ráð fyr- ir, að öll fjölfrumudýr séu komin af einfrum- ungum eða einhvers 19. mynd. Sogdýr, Tokophrya (neðst t. v. á mynd- inni) leggst á skolpdýr, Euplotes. Sogdýrið sýg- ur frymið úr bráðinni með mjóum frymisrön- um. Sogdýrið „tæmir“ bráðina á um 15 mínút- um og margfaldast við það að rúmmáli, enda er bráðin mun stærri en rándýrið.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.