Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 26
NÁT T Ú RUF RÆ ÐINGURINN 72 Sigurður Þúrariusson: Myndir úr jarðfræði Isiands VII Malarásar Eitt a£ mörgu, sem er til marks um það, að jöklar hafi í eina tíð hulið landsvæði, sem nú eru örísa, eru hinir s.k. ntalarásar. Malarás er hér notað sem heiti á því fyrirbæri, sem í alþjóðlegum vísindaritum er oft nefnt sænsku nafni ás (íyllra nafn rullstensás), eða afbökunum af því. I enskum jarðfræðiritum mun þó venjulegra að nota heitið esker. Til mála kæmi einnig að kalla þetta malar- hryggi, þar eð orðið hryggur er í nafni stærsta malarássins á land- inu (sbr. síðar). En bæði er það, að malarás er þjálla nafn og svo hitt, að hryggur er nú notað í annarri jarðfræðilegri merkingu, um sérstaka gerð móbergsfjalla, og því hygg ég réttara að halda sér við ás-nafnið. Tvær eru orsakir þess, að sænska lieitið hefur orðið svo útbreitt. Önnur er sú, að óvíða á jörðinni eru malarásar jafn algengir og í Svíþjóð og Finnlandi. Þar eru lengstu ásarnir 200—300 km að lengd. Frægastir ása í Svíþjóð eru Uppsalaásinn og Stokkhólmsás- inn. Á þeim fyrrnefnda eru hinir frægu konungahaugar í Gömlu Uppsölum (Uppsala högar), og eru þessir rniklu haugar að nokkru leyti upphrúgaðir, að nokkru gerðir þannig, að grafið hefur verið frá þeim á allar hliðar. Þar sem Uppsalaásinn er hæstur, rís hann á annað hundrað metra yfir leirslétturnar í kring og nær auk þess marga tugi metra niður í leirinn. í Finnlandi munu frægastir ása hinir fögru, skógivöxnu Punkaharju (harju — ás) og Tolvajárven- harju (1. mynd), sem báðir liggja yfir stór stöðuvötn. Hafa finnsku og sænsku ásarnir haft allmikla þýðingu fyrir samgöngur, Joví vegir lágu löngum eftir þeim. Hin orsökin þess, að sænska heitið hefur orðið vísindaheiti, er sú, að það voru sænskir jarðfræðingar, P. W. Strandmark og Gerard de Geer, sem fyrstir gáfu viðunandi skýr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.