Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 32
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN víðar vera. Kollurinn á þessum ás, ef mold er rutt af, er í 47 m liæð, og er hann því ofan við efstu sjávarmörk á Reykjavíkursvæð- inu, ef rétt er ákvarðað að þau séu í 43 m hæð. Á Álftanesi er lágur og flatur ás, um 800 m langur, sýndur á jarðfræðikorti Tómasar Tryggvasonar og Jóns Jónssonar af ná- grenni Reykjavíkur. Ás þessi er rétt sunnan vegarins til Bessastaða, vestan undir Garðahrauninu, og hefur allmikið af mölinni þegar verið numið burt. Þessi ás er aðeins fárra metra þykkur, en breið- ur, að mestu þakinn ávölum hnullungum, brattari að sunnan en norðan og virðist allur brimþveginn. Lengsti og fallegasti malarás, sem mér er kunnugt um á láglendi Islands, er nyrzt í Reykjadal og hefur orðið á margra vegi, því nyrðri liluti hans er bókstaflega liluti af bílveginum milli Breiðu- mýrar og Húsavíkur. Þeir, sem farið hafa þann veg, munu minnast þess, að liann liggur í mörgum bugðum milli tjarna vestan Vest- mannsvatns, og ef að er gætt, er þessi spotti vegarins, líklega um kílómetri að lengd, malarás, sem sléttaður hefur verið að ofan, og er nú raunar verið að rétta úr veginum til óþarfa lýta. Mér finnst að þessi fallegi ás, sem hlykkjast þarna milli vingjarnlegra smá- vatna með miklu fuglalífi, og er sem vasaútgáfa af hinum frægu finnsku ásum og eini ásinn, sem þjóðvegur liggur um á íslandi, megi fá að halda sér og sínum hlykkjum. Bílstjórar og farþegar liala aðeins gott af því að hægt sé þarna örlítið á keyrslu. I heild er lengd þess áss röskir 2 krn. Hæð hans yfir sjó er 40 m. Sýnist mér líklegt, að liann hafi myndazt í lóni framan við jökulrönd, en vel má og vera að liann hafi myndazt undir sjávarmáli. Vilji menn sjá þverskurð gegnum malarás, svo dæmigerðan, að ekki verður á betra kosið, er ráð að staldra við á öðrum þjóðvegi. Þegar ekið er frá Reykjaldíð til Grímsstaða, vestan Mývatns, liggur vegurinn fyrst vestur með eldhrauninu frá 1729. Skömmu áður en vegurinn liggur út á hraunið, er á hægri hönd sá þverskorni malarás, sem sýndur er á 6. mynd. Þetta er örstuttur ás, nokkrir tugir metra, og hefur myndazt þegar ísaldarjökullinn hopaði í síðasta sinn suður eftir Mývatnslægðinni, eftir að jaðar hans hafði um alllangt skeið verið kyrrstæður rétt norðan núverandi Mývatns (Hólkotsstigið). Við hopunina myndaðist djúpt lón milli jökuljaðars og þeirra inela og jökulgarða, sem eru norðan Reykjahlíðar, og í því lóni hef- ur ásstúfurinn myndazt. Á hann mun eitthvað ganga á hverju ári

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.