Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
81
11. mynd. Þrjú þversnið af suð-
vesturhluta Sandhryggs (sbr. 8.
mynd), mæld af Sig. Björnssyni.
— Three profiles of the sonth-
zuestern part of Sandhryggur (cf.
Fig. S).
nokkru vestar, skiptast á hólar og lægðir. Eru um 150 m milli kolla
og hugsanlegt, að hér sé um árlegar myndanir að ræða, en ekkert
skal fullyrt um það. Venjulega fylgja ásar af þessu tagi skriðstefnu
jökulsins að mestu, og ætti hún samkvæmt því að hafa verið frá
suðaustri á þessu svæði í þann mund er ísinn var að hopa þaðan,
en austur við Jökulsá munu jökulrákir stefna frá suðri til norðurs.
Grjóthrygg hef ég ekki rannsakað. Samkvæmt athugunum Sigurðar
Björnssonar er efnið í honum möl og sandur. Hugsað gæti ég mér,
að hann væri svelgás, myndaður af á, sem runnið hefði austur með
jökuljaðrinum í suðurhlíð Grjótháls og stungið sér þarna niður
undir ísinn undan hallanum.
Þess er og að geta í þessu sambandi, að hollenzku jarðfræðing-
arnir R. W. van Bemmelen og M. G. Rutten, sem unnu að rann-
sóknum á Mývatnsöræfum sumarið 1950, telja, að jökull hafi legið
yfir fjalllendinu norður af Mývatni eftir að hann hopaði af Mý-
vatnssvæðinu og telja jökulurðirnar og melana norður af Reykja-
hlíð myndaða af þeinr jökli. Ég fæ ekki séð að sú skoðun geti stað-
izt, en ástæða er þó til að gefa henni gaum við athugun malarása
og annarra jökulminja á þessum slóðum. Hollendingarnir nefna
tvo malarása rétt austan við Reykjahlíðarfjall, annan 800, hinn
1200 metra langan. Mig minnir, að sá vestari þessara „ása“ sé alls
ekki raunverulegur ás, heldur kambur úr möl og sandi, myndaður
við sig beggja vegna og sléttur að ofan. Hinn hef ég ekki skoðað.
En satt að segja er kvarterjarðfræði alls þessa svæðis, og allt
austur að Jökulsá, of lítið könnuð til að gefa tilefni til nánari