Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
87
þá að minnsta kosti 5 km, en sennilegar um 10 km lengra en T. E.
telur Berufjarðar- og Hamarsfjarðarjökulinn lial'a gengið lengst Iram
á síðasta jökulskeiði.
Skylt er, að ég geri nánar grein fyrir þeirri skoðun minni, að jök-
ulrákirnar á Hálsunum séu frá síðasta jökulskeiði. — Skal þó fyrst
vísað til þess, sem ég hef áður látið í ljós um athuganir á endingu
jökulráka (G. K. 1939, 1943, og 1955).
Á þeim svæðum, sem jöklar hafa hörfað af á síðustu 50—60 ár-
um, má heita, að hver klöpp sé skýrt jökulrákuð, og gildir einu,
hvort hún er úr basalti eða móhergi. Þar sem enginn jökull hefur
legið síðan í lok síðasta jökulskeiðs (ísaldarlok) — fyrir um 10—15
þúsund árum — eru rákirnar aftur á móti máðar brott af flestum
þeim klöppum, sem síðan hafa legið berar. Þó linnast vissulega víða
rákir frá ísaldarlokum, en því aðeins eru þær fínar og ferskar risp-
ur, að klöppin hafi síðan löngum verið hulin, t. d. leir eða jarðvegi.
Frá lokum næstsíðasta jökulskeiðs eru örugglega liðin meira en 100
þúsund ár. Um klöpp, sem var hefluð af næstsíðasta ísaldarjökli og
liggur nú ber eða aðeins hulin nútímajarðlögum, má ætla, að hún
hafi legið ber í tugi árþúsunda. Á svo löngum tíma mundu allar
jökulrákir horfnar við svipuð veðrunarskilyrði og hér liafa ríkt
síðan í ísaldarlok. En einnig ber þess að gæta, að drjúgur kafli í ævi
klapparinnar var jökulskeið (hið síðasta), og þó að við gerum ráð
fyrir, að hún hafi þá sloppið við að sveríast af jökli, þá fékk hún þó
að kenna á hinu óblíða veðurlari þess skeiðs, með meira frosti, sand-
roki og skafrenningi en jökulflúðir síðasta jökulskeiðs hafa nokkru
sinni átt við að búa.
Með þessu tel ég sýnt, að jökulrákir eins jökulskeiðs hafa lítinn
möguleika til að varðveitast á klöpp sinni fram yfir næsta jökulskeið
þar á eltir. Þó hefur þetta borið við hér á landi, eins og kunnugt
er, einkum af jökulminjarannsóknum Helga Pjeturss og Jakohs
Líndal. En það er önnur saga, því að í öllum þeim tilfellum hefur
hin rákaða klöpp hulizt bergi, þ. á m. oftast hraunlögum, áðut en
næsta jökulskeið gekk í garð. Því aðeins hafa rákirnar geymzt.
Á meginlöndunum, hæði austan hafs og vestan, og einnig á Bret-
landi eru stór landflæmi, sem voru hulin jökli á hinum fyrri jökul-
skeiðum, einkum hinu næstsíðasta, en sluppu við slíka útreið á hinu
síðasta. Hvergi hef ég heyrt eða séð þess getið, að á þessum svæðum