Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 46
90 N ÁT T Ú RIJ F R Æ ÐINGURINN um en nú, vegna þess að mikið ai vatni jarðarinnar var teppt í jökl- um víða um lönd. Þetta kann að hafa munað eitthvað um 100 m, og af þessum sökum var þá ofansjávar mikill eða mestur hluti þeirra svæða, sem nú eru landgrunn. Þegar þessa er gætt, bætast við stór svæði, þar sem ætla má, að jurtir og dýr hal'i norpað af síðasta jökul- skeiðið hér á landi. Og er ég sammála T. E. um það, að einmitt und- an mynnum Hamarsfjarðar og Berufjarðar sé líklegt, að þannig liafi hagað til, því að þar er landgrunnið í breiðara lagi og útgrynni mikið á því, en uppland til jökulmyndunar í minna lagi. Víst er, að á tímabilinu frá því fyrir um 20 þris. árum þangað til fyrir um 12 þús. árum minnkuðu ísaldarjöklarnir miklu í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku til mikilla muna fyrir batn- andi veðurfari. Vart er að efa, að í þeirri leysingu hefur jökul- skjöldur íslands, sem var smásmíði hjá þessum meginlandsjöklum, goldið enn meira afhroð að tiltölu við stærð. Þó ekki væri nema af framangreindum ástæðum — er trúlegt, að á þessu leysingaskeiði liafi hér mestallt láglendi og jafnvel nokkurt hálendi orðið örísa, þ. á m. allur strandflöturinn við Hamarsfjörð og Berufjörð. Þessi veðursfarsbati náði hámarki á svonefndu Allerödskeiði í lok framangreinds tímabils. En síðan, fyrir nál. 11 þús. árum, lierti aftur að. Oll suðurbrún Norðurevrópujökulsins mikla gekk fram í bili og staðnæmdist þar sem nú liggur röð ruðningsgarða eða jökul- aldna frá austri til vesturs um Suður-Finnland, Mið-Svíþjóð og syðstu héruð í Noregi austan fjalls. Við þessa garða liélt jökullinn velli um 800 ára skeið, þ. e. þangað til fyrir um 10 þús. árum. Það skeið, sem venja er að kenna við jökulöldurnar Salpausselkii í Finn- landi eða raðirnar (raene) við Oslóarfjörð, var harður afturkippur í hinum almenna veðurfarsbata í ísaldarlokin. Hér á landi eru einnig verksummerki slíks harðindakafla. Þau eru jökulöldur og aðrar jaðarmyndanir — einkum kunnar í Árnes- sýslu og Rangárvallasýslu, en einnig norðan lands —, sem vitna um framsókn jökla í bili. Ég hef kallað þenna harðindakafla Búðaskeið- ið og jaðarmyndanir jöklanna á honum sunnan lands Buðaröðina (t. d. G. K. 1939, 1943, 1958 og 1961) og ennfremur talið allar líkur til, að það skeið og Salpausselkáskeiðið séu eitt og hið sama. Ég tel í alla staði sennilegt, að sá jökulframgangur, sem T. E. sýnir franr á út að línu þeirri, er hann dregur nálægt Teigarhorni og Hamri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.