Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 52
96 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Nokkur orð um tvö grasafrœðileg nýyröi. í fyrsta hefti Náttúrufræðingsins þetta ár er stutt grein eftir Bergþór Jóhannsson (háskólanema í grasafræði). Grein þessi ber heitið: Um sjaldgœfa, islenzka lifrarmosa, og fjallar um nýja fund- arstaði nokkurra mosategunda, svo og tvær tegundir mosa, er Berg- þór fann, og ekki hafa fundizt hér á landi áður. Við lestur greinarinnar sagði ég við sjálfan mig, að það væri gott til þess að vita, að íslenzkur mosafræðingur væri á næstu grösum, og það áhugasamur og gætinn maður. Það er áreiðanlega kominn tími til þess, að kynna sér ýtarlega mosagróður landsins, því að rann- sóknir á því sviði hafa aldrei verið nema í molum. Vona ég, að svo verði búið að Bergþóri að námi loknu, að honum vinnist tími til gagngerðra rannsókna á íslenzkri mosaflóru. I>að sem annars fékk mig til að senda þessar línur í Náttúrufræð- inginn voru tvö fræðiorð, sem Bergþór notar í nefndri grein, en það eru orðin: lifrarmosar og undirblöð. Hvað fyrra orðið snertir, þá er það að vísu rétt, að í vísindaheitinu: Hepaticae fellst „lifrar“- merking, en við íslendingar höfum bara aldrei notað í málinu orðið lifrarmosar, sennilega vegna þess, að okkur hefur þótt það óviðfelldið. Aftur á móti erum við búin að nota orðið hálfmosar að staðaldri síðast liðin 80 ár, enda mjög sómasamlegt orð, sbr. orðin: hálfgrös, hálfmálmar og hálfapar. Ég sé því enga ástæðu til þess að fara að taka upp umrætt nýyrði. Bergþór bendir á, að nærliggjandi þjóðir noti orðið lifrarmosar á sínu máli. Satt er það, að Þjóðverjar nota lieitið Lebermoose, en aftur á móti nota Norðmenn og Danir jöfnum höndum halvmos(s)er og levermos(s)er. Auk þess er málsmekkur þjóða mismunandi. Fræðiorðið Amphigastria, sem Bergþór skírir undirblöð, hefur á hinn bóginn aldrei fyrr öðlast íslenzkt heiti, svo að ég viti. Ég er ekki fyllilega ánægður með íslenzka orðið, þó að vel megi notast við það. Hví ekki að nota orðið axlablöð; það gera Danir. Enda þótt staða umræddra blaða sé ekki nákvænrlega sú sama og axlablaðanna á æðri jurtum, þá er líkingin svo nrikil, að ég hygg, að uppástunga mín yrði viðvaningunt fremur til þæginda en hitt. Ingimar Óskarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.