Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3 Gróðurbreytingar um landnámsöld. Við landnám hafa skógarmörk ef til vill staðið lægra en á mesta hlýviðrisskeiði lurkatímabilsins. Er hægt að gera sér nokkra grein fyrir því, hvar þessi skógarmörk hafa legið, með því að rekja þær skógarleifar, sem enn þá eru til í landinu. Á Kjalarsvæðinu eru efstu skógarmörk við Karlsdrátt og í Fróðárdal norðan Hvítár- vatns í um 600 m hæð yfir sjó, en við Þjórsá eru birkihríslur í Gljúfurleit í um 400 m hæð yfir sjó (Steindórsson 1944). Eins má marka þetta nokkuð af örnefnum, sem benda til skógar, þótt nú hafi öllum skógi verið eytt af því landi. Til dæmis heita Fitja- skógar upp með Þjórsá neðan Gljúfurleitar, þótt enginn sé þar nú skógur lengur. Eins gætu lurkalög og kolagrafir gefið bendingar um þessi efstu skógarmörk á landnámsöld. Af þessum og öðrum heimildum sést, að hæstu skógarmörk hafa sennilega legið í 500—600 metra hæð sunnan jökla (Bjarnason 1944). Við komu mannsins til landsins taka þessi skógarsvæði brátt að eyðast og jarðvegur að blása upp. Á öllu helzta hálendi fyiir ofan birkiskógarmörk hefur verið víðir, grasa- og hálfgrasagróður, nema þá helzt á Tungnaáröræfum. Hefur jökullinn horfið seinna af því svæði, en við hafa tekið mikil hraun- og vikurgos. Nokkrar líkur má leiða að því, hve gróðurhula og jarðvegsmynd- un á Kili hefur verið mikil, með því að athuga veðrun stórgrýtis, sem getur að líta, dreift um allt svæðið. Á öllum hærri hæðum, sem eru í og yfir 600 m yfir sjó, eru þessir steinar mjög morknir ofan frá að rótum og þétt vaxnir skófum, en þegar neðar dregur á Kjalarsvæðið, niður undir Tjarnheiðina, er stórgrýti aðeins morkið í toppinn og klætt skófum og mosa, en í um 50—60 cm hæð frá jörðu er moldarlitur á sléttu og lítt veðruðu yfirborði þessara steina. Bendir þetta bæði til þess, að þar hafi jarðvegur hlíft steinunum hið neðra og moldarrenningur varnað því, að skófir næðu að festast á þeim. Kjalhraun, sem runnið hefur einhvern tíma á þessu skeiði, hefur hulizt talsverðum gróðri, en sá gróður hefur einnig blásið upp að nokkru. Má ætla, að þetta hafi gerzt á síðustu öldum og jafn- vel eftir að Reynistaðabræður reyndu að fara með rekstur um hraunið. Eftir hrakfarir þeirra er talið, að gamli Kjalarvegurinn hafi lagzt af. Mætti ímynda sér, að ástæðan hafi verið sú, að hraun-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.