Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
5
2. mynd. Helztu uppblásturssvæði sunnan jökla. — The main crosion areas
on Ihe south highland.
að draga til sín nægilegan raka til viðurværis. Verður sá gróður því
auðveldlega áframhaldandi uppblæstri að bráð. Þannig eru þess
dæmi, að uppblástur staðnæmist jafnvel ekki við mýrlendi, því
að rofabarðið í mýrarjaðrinum lieldur áfram að þorna og eyðast.
Þannig gengur stöðugt á jarðveg mýrarinnar, unz ekkert er eftir
nema leirflag eða rakur melur.
Nú á tímum liggja helztu uppblásturssvæðin í uppsveitum Ár-
nes- og Rangárvallasýslu, og hefur á þessu tímabili einkum eyðzt
jarðvegur á því landi, sem lá ofan hæstu sjávarmarka, enda mun
sú jarðvegsgerð öllu gljúpari og er ef til vill síður fær um að halda
jarðraka en sú, sem stendur á þéttum sjávarleir.
Orsakir uppbldsturs d Kili.
Margt hefur verið ritað og rætt um, hverjar séu orsakir upp-
blásturs hér á landi. Fyrir nokkru hefur Sigurður Þórárinsson gert