Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 18
12 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN allstórum ólivínkristöllum. Aðeins á einum stað hef ég fundið í því gabbróhnyðlinga, en það er við Mánastíg í Hafnarfirði. Þeir eru aðeins um 2 cm í þvermál eða þaðan af minni. Þess var áður getið, að svona hnyðlingar hafi fundizt í einu Hólmshraunanna. Langmest ber á þeim í þeim hraunstraum, sem ég mun nefna Hólmshraun II, en það er næstelzt Hólmshraunanna. Verður nán- ar vikið að þessu síðar. Hnyðlingar koma þó fyrir í Hólmshrauni III, og vel má vera, að þeir séu víðar og finnist, ef vel er leitað. í Þjórsárhrauni því, sem runnið hefur niður Þjórsárdal, er mikið af hnyðlingum, t. d. má finna þá víða í berginu kringum Hjálp. í einu þeirra hrauna, sem runnið hefur frá Helgafelli í Vestmannaeyjum, koma slíkir molar einnig fyrir. í grjótnámu skammt frá Þórshöfn fann ég síðastliðið sumar hnyðlinga í eins konar grágrýti, en allir voru þeir mjög smáir. Um aldur bergsins treysti ég mér ekkert að segja, en Thoroddsen (1906) virðist sam- kvæmt korti sínu telja það frá ísöld eða frá því fyrir ísöld. Mér mundi virðast ekki ótrúlegt, að það væri frá því snemma á kvarter eða jafnvel frá því síðast á tertiertímabilinu. Þetta er þó ágizkun ein. í Hauganesi, en það er á fjallinu milli Skutulsfjarðar og Súg- andafjarðar, fann ég síðastliðið sumar í skriðu, basaltstein með gabbrómola í. Þarna er án efa um nokkuð fornt berg að ræða, h'klega frá því seint á tertier. í Sámsstaðamúla, austan Þjórsárdals, fann ég síðastliðið vor hnyðlinga í basaltlögum ofarlega í múlanum austan megin, og skammt norður af Sámsstöðum. Allir voru þeir mjög smáir eða aðeins rúmur cm í þvermál. Bergið, sem þeir eru í, er talið vera frá því seint á tertier eða snemma á kvarter (Kjartansson 1943, 1962). Fyrir nokkru afhenti Þorleifur Einarsson mér brot úr borkjarna með litlum hnyðlingi í. Kjarninn er úr holu, sem síðastliðið ár var boruð á Blágilshöfða við Hvítá, alllangt fyrir ofan Gullfoss. Loks fann ég alveg nýlega mikið af sams konar molum í hraun- inu sunnan við Straum í Garðahreppi, þar sem Vegagerð ríkisins tekur rauðamöl. Virðast það fornar eldstöðvar. Þar eru molarnir oftast nær 4—6 cm í þvermál. I Sámsstaðamúla og Hauganesi er væntanlega elzta berg, sem slíkir molar hafa fundizt í hér á landi enn sem komið er. Hvergi

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.