Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17 eru ekki skörp. Efnið er þó hið sama. Það er plagíóklas, pyroxen og ólivín í tiltölulega stórum kristöllum, þ. e. nánast ólivíngabbró. Þess má þó geta, að þessir míneralar koma ekki æfinlega allir fyrir í einum og sama mola. I áðurnefndu hrauni er mjög venju- legt að sjá hnyðlinga, sem virðast því sem næst hafa sameinazt hrauninu. Þeir eru aðeins lítið eitt ljósari en það og oft brúnleitir að lit. Af ofangreindum ástæðum virtist hugsanlegt, að hér væri um að ræða mola af öðrum uppruna en molarnir í hraunkúlunum frá Krýsuvík og víðar. Þótti því rétt að athuga málið nánar. Það leiddi til þess, að í leitirnar kom moli, sem þykir benda til þess, að svo sé þó ekki. Moli þessi fannst í áðurnefndri hraun- kvísl við Lækjarbotna, í gili íétt austan við skátaskálann. Hann var um 12 X 6 cm stór. Við nánari athugun kom í ljós, að sá hluti molans, sem verið hafði í beinni snertingu við hraunið, er blöðr- óttur eins og það, en þegar innar kemur í hann, er hann algerlega kristallaður, og engar gasbólur koma þar fyrir. Blöðrurnar ná svo sem einn cm inn í molann, það er séð verður með berum augum, en hverfa þar. Þær eru því án efa vegna áhrifa frá hraunkvikunni á molann. í smásjá má greinilega sjá, að plagíóklaskristallarnir, sem verið hafa í beinni snertingu við hraunið, eru að leysast upp (4. mynd). Engin slík merki sjást innar í molanum. Af þessu virðist ljóst, að einnig þessir molar séu brot úr eldra bergi, sem borizt hafa með hrauninu upp á yfirborð jarðar. Minnstu molarnir hafa að nokkru eða öllu leyti leystst upp í hraunkvik- unni. Um uppruna gabbróhnyðlinganna, sem hér um ræðir, virðist því vera það að segja, að þeir eru molar úr eldra, föstu bergi, xeno- litar. Staðreyndir þær, sem þykja benda til þess, eru þessar: 1. Kristallar hnyðlinganna eru allir miklu stærri en kristall- arnir í hrauninu, sem hnyðlingarnir eru í. Þeir eru ósjaldan allt að einn cm í þvermál, en kristallar hraunsins sjaldan meira en 2—3 mm og oftast nær innan við einn mm. 2. Þeir eru allir úr sams konar efni, enda þótt bergið, sem þeir eru í, sé verulega ólíkt hvað öðru. 3. Margir hnyðlinganna eru með hvössum brúnum og bera þannig einkenni steina, sem losnað hafa úr föstu bergi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.