Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
23
Er þá að athuga heimildir, sem til eru um þessi nöfn.
Nafnið bleikkúla (bleikjukúla) kemur fyrst fyrir hjá Gísla Odds-
syni í De Mirabilibus, en af þeirri heimild verður ekkert ráðið.
Eggert Ólafsson segir að hún sé „albleik", vaxi í graslendi og sé
einungis borðuð norðanlands. (Ferðabók, II, bls. 41, Rvík 1943).
Björn Halldórsson segir þær „halldar bestar af öllum æti-svepp-
um, gefa bæði bestu lygt og besta smeck“ og telur þær vaxa „hellst
í röku hallendi í móti norðri, eða norrænni átt einhvörri“.
Á öðrum heimildum mun varla takandi mark, enda höfðu 19.
aldar menn mestan sinn fróðleik frá þeim Eggert og Birni.
Einna athyglisverðast er það, sem Eggert segir um bleikkúluna,
að hún sé albleik. Sjálfur hefur Eggert þó ekki séð þennan svepp,
og rýrir það auðvitað gildi frásagnar hans. Sé hins vegar rétt til
sagt um litinn, kemur varla til greina annað en tegundir af kyn-
ínu Hygrophorus og þá helzt Hygrophorus (Camarophyllus) pra-
tensis Fr., en það er algengur sveppur, a. m. k. á austanverðu Norð-
urlandi, og vex, eins og nafnið bendir til, eingöngu í graslendi,
vallendi, en er þar að auki einn allrabezti matsveppur, sem finnst
hér um slóðir. Mætti því vel heimfæra upp á hann það, sem séra
Björn segir um gæði bleikkúlunnar.
Þar sem engin lýsing er til á bleikkúlunni, verður þó ekkert
sagt með vissu um eðli hennar.
Öðru máli gegnir um reyðikúluna. Bæði er það, að rauðar svepp-
tegundir eru hér mjög fáar, en einnig er til á reyðikúlunni all-
nákvæm lýsing. Er sú í Ferðabók Eggerts og hljóðar svo á frum-
málinu:
Agaricus caulescens, pileo subconvexo supra ex albo san-
guineo, in medio saepe clepresso, Reyðekula. Dens Fod er hvid
og Lamellerne hvide ansigtsfarvede. Den er den smukkeste af
de Islandske Svampe, dog mindre end den forrige og voxer paa
törre Mose-Bakker hvor det er intet Græs.
(Olafsen og Povelsen, 1772, bls. 674.)
Ef frá eru skildar nokkrar tegundir af kyninu Hygrophorus, sem
allar hafa meira eða minna lituð blöð, koma til álita tvær tegundir
sveppa, sem gætu hafa borið þetta nafn, þ. e. Amanita muscaria L.
og Russula alpina (Blytt) Möll. & Schaeff.