Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 31
NÁTT Ú R U FRÆÐINGURINN
25
1. mynd. Rassula alpina. Dálítið stækkuð,
Foto: Hörður Kristinsson.
í elztu skránni um íslenzka sveppi (Grönlund, 1879) er getið
um svepp, Russula jragilis (Pers) Fr., frá Hólum í Hjaltadal. Sam-
kvæmt Möller (1945) er þetta eintak enn geymt í grasasafninu í
Höfn og er það raunar týpisk Russula alpina.
Reyðikúlan vex einnig í Noregi og það mun hafa verið norski
grasafræðingurinn Axel Blytt, sem fyrstur gerði sér ljóst, að þessi
norðlægi fjallasveppur væri frábrugðinn hinni eiginlegu Russula
emetica, sem eins og áður er sagt er barrskógasveppur og hefur þar
að auki skarpt bragð, sem reyðikúlan hefur ekki. Stofnaði Blytt því
(1905) í samráði við Rostrup afbrigðið Russula emetica var. alpina.
Nokkru áður (1895) hafði Boudier lýst svipuðu afbrigði frá Alpa-
fjöllum, sem hann kallaði Russula emetica var. alpestris. Hefur það
nafn síðan verið notað af þeim, sem skrifað hafa um Alpaflóruna.
Þá er það, að F. H. Möller (1940) stofnar tegundina Russula
alpina á grundvelli færeyskra eintaka, og telur vera það sama, sem