Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 38
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hesti). Vex hún í bleytu og mýraþúfum innan um keldustör, hengistör, blá- toppastör og brok. Störin er með löngu og mjóu axi og líkist helzt stórri tvíbýlisstör fljótt á litið, en er m. a. mikið axlengri og að jafnaði 15—20 cm á hæð. Hæstu ein- tök 25 cm. Próf. J. Lid í Osló telur þetta vera bastarð tvíbýlisstarar og rjúpustarar (Carex dioica X C. Lachen- alii), en hann mun ekki hafa fundizt áður hér á landi. Hvorki fann ég tvíbýlisstör né rjúpustör á staðnum, en báðar þessar tegundir vaxa þó við Hestfjörð. Skriðstör (Carex Mackenziei) vex við Hrafnabjörg og víðar í Laugardal. Mýraber (Oxyc- occus microcarpus) vaxa innan við Eyri í Skötufirði. Snarrótar- puntur er sjaldgæfur víðast á Vestfjörðum. í Eyrarhlíð í Skötu- firði vex hann á strjálingi. Einnig utan túns í Ögri og í Hvíta- nesi, en lítið. 2. mynd. Carex dioica x C. Lachenalii. Gróður á gólfi og veggjum fjárborgar. Á Markeyri, spöl innan við Litlabæ í Skötufirði, stendur reisu- leg fjárborg örskammt frá sjó. Veggir eru um 180 cm á hæð, hlaðnir úr hellugrjóti. Þvermál gólfs 6—7 skref. Gólfið er nú algróið, en taðmylsna undir. Þarna inni vaxa: Vallarsveifgras, varpasveifgras, túnvingull, blásveifgras, silfurmura, túnsúra, haugarfi, hjartaarfi, túnfífill og skarifífill. Ofan á þykkum veggjunum vex mosi, skorpu- fléttur og á stangli vegarfi og túnvingull. Að utan eru veggirnir furðu litskrúðugir, nær alvaxnir gráum, grænum, gulum, rauðum og svörtum fléttum. Mest ber á fléttum fjallsmegin, þ. e. að norðan og norðvestan. Fjárborgin mun vera mjög gömul. (Utanmál í miðri

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.