Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 42
36
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Jurta- og dýralif.
Enda þótt Suðurskautslandið sé ein samfelld jökulbreiða, standa
á nokkrum stöðum íslausir fjallahryggir og tindar upp úr jöklinum,
einkum út við rendurnar. Eru þessi íslausu svæði um 5°/c0 af yfir-
borði jökulbreiðunnar. Eins og við er að búast, þá er jurta- og
dýralíf á þessum landsvæðum mjög fábreytt. Meðalhiti mánaðarins
við suðurskautið er frá -r-25 til -^-62°C, loftið er mjög þurrt og
vindar blása stöðugt frá suðurskautinu og norður á bóginn. Hið
fáskrúðuga líf sjálfs Suðurskautslandsins er mikil andstæða þess,
sem er að finna í hafinu umhverfis, því að þar er meira jurta- og
dýralíf en á nokkru öðru sambærilegu hafsvæði á jörðinni.
Sérkennandi fyrir lífheim Suðuríshafsins er það, hversu tegund-
irnar eru fáar, en einstaklingsfjöldinn mikill. Einkennisdýr haf-
svæðisins og það mikilvægasta er ljósátutegundin Euphausia superba.
Krabbadýr þetta er aðalfæða ekki aðeins fiskanna þarna, heldur
einnig fuglanna og selanna og alveg sérstaklega skíðishvalanna.
Ljósátan lifir aðallega á kísilþörungum, svo að þarna eru aðeins
tvö skref frá hinum frumbjarga smáverum, kísilþörungunum, og
upp til stærstu dýra jarðarinnar, steypireyðanna (2. mynd).
Hin mikla frjósemi Suðuríshafsins á rót sína að rekja til blönd-
unar hins hlýja sjávar norðanfrá og kalda sjávarins við Suðurskauts-
landið og þess uppróts á steinefnum frá botninum, sem þeirri blönd-
un er samfara. Yfirborðssjórinn verður tiltölulega auðugur af sölt-
um, bæði köfnunarefnis- og fosfórsamböndum, og veitir því jurta-
svifinu hin beztu skilyrði. Auk þess vill svo til, að gerlar þeir, sem
leysa slík köfnunarefnissambönd, jrannig að köfnunarefnið tapast,
og algengir eru í heitum höfum, þeir finnast þarna ekki eða eru
mjög sjaldgæfir. í jurtasvifinu eru kísilþörungarnir algerlega yfir-
gnæfandi, aftur á móti eru skoruþörungar og kalkþörungar miklu
sjaldgæfari þarna en gerist í öðrum höfum. Stafar þetta af því, að
af kísilsamböndum er tiltölulega mikið í Suðuríshafinu. Af kalk-
samböndum er þar aftur á móti miklu minna en í norðlægum höf-
um, þar sem svo mjög gætir framburðar frá meginlöndunum.
Fiskar Suðuríshafsins eru flestir annarra tegunda en í norðlæg-
um höfum, og er talið, að þeir hafi einangrazt þarna á fyrri hluta
tertiertímabilsins. Meðal þeirra fáu fiska, er finnast bæði þarna og
á norðlægum slóðum, eru mjórar, slímálar og skötur.
Skriðdýr eru engin á Suðurskautslandinu, en fuglalíf er þar