Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
37
2. mynd. í Suðuríshafinu er leiðin stutt frá smæstu lífverunum til þeirra
stærstu. Kisilþörungar, ljósáta, steypireiður.
aftur á móti mjög mikið. Þekktastar eru mörgæsirnar, en þar er
einnig mikið a£ fýlingum, skúmum, skörfum, albatrosum og slíður-
nefum. Þar eru líka kríur, og þangað kemur m. a. krían okkar.
Fuglar þessir halda sig tíðum í stórum hópum á ströndinni og eru
þar varpstöðvar flestra þeirra. Er dritur fuglanna aðalundirstaða
þess iitla jurtagTÓðurs og jarðvegsmyndunar, sem þarna er að finna.
A suðurskautssvæðinu finnast aðeins tveir flokkar spendýra, selir
og livalir. Af selum er mjög mikið, og nokkrar tegundir eru þar,
sem hvergi finnast annars staðar. Það eru þó hvalirnir, sem sérstak-
lega liafa sett svip sinn á þctta liafsvæði og þeirra vegna hófu menn
lyrst og fremst siglingar þangað suður eftir. Hefur Suðuríshafið
lengi verið þekktasta og auðugasta hvalveiðisvæði jarðarinnar.
Um botndýralíf Suðuríshafsins er lítið vitað. Þó er kunnugt, að
af svömpum er þar sérstaklega mikið. Sæþörungar, sem eru svo al-
gengir við strendur norðlægra landa, eru þarna mjög sjaldgæfir.
Klettai'nir við fjöruborðið eru naktir, þang og þari sést hvergi.
Það, sem mest hindrar jurtagróðurinn á hinum íslausu svæðum
Suðurskautslandsins, er auðvitað kuldinn. Á veturna eru frosthörk-
urnar þarna þær mestu, sem mældar hafa verið á jörðinni, en á
sumrin kemst hitinn á hlýjustu stöðunum aðeins öðru hverju upp
fyrir frostmark. Úrkoma er þarna mjög lítil, oftast snjór, og þar
sem snjór bráðnar af sólarhitanum, gufar vatnið mjög fljótt upp,
vegna hinna þurru vinda. Tjarnir eða vötn eru fá og oftast ísi lögð
og stundum mjög sölt.