Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Náttúrufrœðistofnun íslands. Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi, það er nú situr, frumvarp til laga um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun íslands. Þar scgir m. a. um almennar náttúrurannsóknir: „1. gr. — Með almennum náttúrurannsóknum er í lögum þessum átt við undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði, jarðfræði og landafræði, sem ekki eru unnar beinlínis í þágu atvinnuveganna. Menntamálaráðherra hefur yfirumsjón allra slíkra rannsókna. 2. gr. — Náttúrufræðingum, sem stunda almennar náttúrurannsóknir eða söfnun náttúrugripa á vegum hins opinbera, skal frjáls för um lönd manna, en forðast skulu þeir óþarfa átroðning og skylt er þeim að greiða fullar bætur fyrir tjón, er þeir kunna að valda. Sömu aðilum er og heimilt að safna náttúrugripum hvar sem er, án þess að endurgjakl kpmi fyrir. Þetta gildir þó ekki, ef um er að ræða náttúrugripi, sem fémætir eru fyrir landeiganda eða aðra rétthafa lands. Nú leiðir rannsókn í ljós verðmæti, sem áður voru ókunn, og ber þá rann- sakanda að tilkynna það rétthafa þess lands, þar sem verðmætin eru. 3. gr. — íslenzkir ríkisborgarar skulu hafa forgangsrétt til almennra rann- sókna á náttúru íslands." Um Náttúrufræðistofnun íslands segir m. a. svo: „5. gr. — Aðalverkefni stofnunarinnar eru þessi: a. Að vera miðstöð almennra vísindalegra rannsókna á náttúru íslands, vinna að slíkum rannsóknum, samræma þær og efla. b. Að koma upp sem fullkomnustu vísindalegu safni íslenzkra og erlendra náttúrugripa og varðveita það. c. Að koma upp sýningarsafni, er veiti sem gleggst yfirlit um náttúru Islands og sé opið almenningi. d. Að hafa eftirlit með almennum rannsóknum erlendra náttúrufræðinga hér á landi og gæta íslenzkra hagsmuna í sambandi við þær. e. Að greina frá meginþáttum í starfsemi stofnunarinnar í árlegri skýrslu og frá niðurstöðum rannsókna í fræðslu- og vlsindaritum. 6. gr. — Stofnunin skal annast fuglamerkingar og hefur hún ein heimild til að láta merkja villta fugla á íslandi. 7. gr. — í Náttúrufræðistofnun íslands skulu vera þrjár deildir, dýrafræði- deild, grasafræðideild og jarðfræði- og landfræðideild. 8. gr. — Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn stofnunarinnar og skipar að fengnum tillögum forstöðumanns deildarstjóra, sérfræðinga og annað starfs- lið hennar. Deildarstjórar skulu vera jafnmargir deildum stofnunarinnar og skulu þeir vera sérfræðingar i einhverri þeirra aðalgreina, sem falla undir við- komandi deild. Ráðherra skipar einn deildarstjóranna forstöðumann stofnun- arinnar til þriggja ára í senn og ákveður tölu sérfræðinga og annarra starfs- manna eftir því sem þörf krefur og fé er veitt til í fjárlögum. Deildarstjórar og sérfræðingar skulu hafa lokið doktorsprófi, meistaraprófi eða öðrum hliðstæðum háskólaprófum í fræðigreinum sínum."

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.