Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 43 Ritfregn Jakob E. Lange & Morten Lange: ILLUSTRFRET SVAMPEFLORA. Gads forlag 1961. Kaupmannahöfn. Það má teljast til hinna mestu viðburða í sögu sveppafræðinnar, þegar teikn- ingar Jakobs E. Lange af dönskum blaðsveppum í Flora Agaricina Danica tóku að birtast árið 1935. Mun þetta rit jafnan verða talið til hinna beztu grundvallarrita á þessu sviði, einkum eru þó teikningarnar eindæma vel gerðar. Skoðun Langes á slíkum teikningum verður bezt lýst með hans eigin orð- um: — a portrait of a fungus should bear examination under a reading lens — (sveppteikning ætti að þola það að vera skoðuð í stækkunargleri). Flora Agaricina er dýr bók og nú með öllu ófáanleg. Það er því mikið gleði- efni öllum sveppaunnendum, að nú er komin út hjá forlagi Gads í Kaup- mannahöfn bók, sem inniheldur um þriðjunginn af teikningum Jakobs E. Lange, eða um 400 teikningar alls. Útgefandi bókarinnar er sonur Jakobs, Morten Lange, sem nú er prófessor við Hafnarháskóla og veitir forstöðu Stofnun fyrir gróplöntur. Ekki minnkar gildi bókarinnar við það, að fengnir hafa verið tveir listamenn til að teikna myndir af helztu stórsveppunum, sem ekki heyra undir blaðsveppi, svo sem af borusveppum og pípusveppum. Virðast þær myndir einnig vel heppnaðar. Stuttar og laggóðar lýsingar fylgja hverri mynd og lykill yfir ættkvíslirnar er fremst í bókinni. Á síðustu áratugum hafa farið fram gagngerðar breytingar á kerfi sveppanna og mikil umskipun í kyn (ættkvíslir) átt sér stað. Eru þessar breytingar mjög nauðsynlegar, þar sem kerfi það sem kennt er við sænska sveppafræðinginn Elias Fries tekur oft lítið tillit til náttúrlegs skyldleika sveppanna. f bókinni er reynt að taka tillit til þessarar nýskipunar án þess þó að brjóta gamla hefð. Mismunur á sveppaflóru Danmerkur og íslands er ærið mikill, svo sem við er að búast, en þrátt fyrir það telst mér svo til að í bókinni séu myndir af rúmlega hundrað tegundum, sem hér vaxa, og er það mun meira en finnst í öðrum svipuðum bókum. Langflestar hinar algengari tegundir er að finna í bókinni og ætti hún því að geta komið að góðu gagni, einnig hér á landi. Bókin er í hentugri vasa- brotsstærð og sterku, smekklegu strigabandi, og er tiltölulega ódýr. Iielgi Hallgrimsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.