Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 50
44
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Guðmundur Kjartansson:
Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1962
Félagsmenn
Árið 1962 lézt einn heiðursfélagi, Árni Thorsteinsson tónskáld, og tveir
félagsmenn aðrir, Friðrik Bjarnason tónskáld og Jóngeir Eyrbekk fisksali —
svo að stjórninni sé kunnugt. Alls liurfu úr félaginu — við dauðsföll, úrsagnir
og útstrikanir vegna vanskila — 24 félagsmenn.
I félagið gengu 59 ársfélagar, og hefur félagsmönnum því fjölgað á árinu
um 35.
í árslok var tala skráðra félagsmanna sem hér segir: 4 heiðursfélagar (Valtýr
Stefánsson, Þorsteinn Kjarval, Árni Friðriksson og Ingimar Óskarsson), 2 kjör-
félagar, 71 aevifélagi og 745 ársfélagar — alls 822 félagsmenn.
Stjórn og aðrir starfsmenn
Stjórn félagsins: Guðmundur Kjartansson, mag. scient., formaður; Einar B.
Pálsson, dipl. ing., varaformaður; Eyþór Einarsson, mag. scient., ritari; Gunnar
Árnason, búfræðingur, gjaldkeri; Ingvar Hallgrímsson, mag. scient., meðstjórn-
andi.
Varamenn i stjórn: Sigurður Pétursson, dr. phil., og Gísli Gestsson, safn-
vörður.
Endnrskoðendur reikninga: Eiríkur Einarsson, verzlunarmaður, og Ingólfur
Einarsson, verzlunarmaður.
Ritstjóri Náttúrufrœðingsins: Sigurður Pétursson, dr. phil.
Afgreiðslumaður Náttúrufreeðingsins: Stefán Stefánsson, bóksali.
Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar: Örnólfur Thorlacius, mennta-
skólakennari, formaður; Ingólfur Davíðsson, mag. scient., ritari; Guðmundur
Kjartansson, mag scient., gjaldkeri. — Til vara: Sigurður Pétursson og Ingimar
Óskarsson.
Aðalfundur
Aðalfundur fyrir árið 1962 var haldinn i 1. kennslustofu Háskólans laugar-
daginn 16. febrúar 1963. Fundinn sóttu 23 félagsmenn. Fundarstjóri var kjör-
inn Finnur Guðmundsson, dr. rer. nat., og fundarritari Jón Gissurarson, skóla-
stjóri.
Formaður minntist látinna félaga og flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu
ári.
Úr stjórn félagsins skyldu ganga þeir Einar B. Pálsson og Ingvar Hallgríms-