Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 22
N á ttúrufræðingurinn
Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson
Grunnvatns-
MARFLÆRÁ ÍSLANDI
1. mynd. Crymostygius thingvallensis Kristjánsson & Svavarsson, 2004.
Ljósm./photo: Þorkell Heiðarsson. Teikn./drawing: Jörundur Svavarsson.
Sumarið 1998 var artnar höf-
unda (Bjarni K. Kristjánsson)
við rannsóknir á hornsílum í
Vatnsviki í Þingvallavatni.1 Var
þetta fyrsta ferð hans til þeirra rann-
sókna, en áður hafði hann unnið að
rannsóknum á lífríki sjávar hjá
Agnari Ingólfssyni.2 Við þessar
rannsóknir var notað rafveiðitæki,
sem lamar fiska þannig að auðvelt
er að ná þeim upp. Það kom veiði-
manninum lítið á óvart í fyrstu
rannsóknarferðinni þegar upp flaut
hvít marfló (1. mynd), en hún var þó
veidd og fékk að fara í fötuna innan
um hornsílin. Að veiðum loknum
var farið heim með fenginn og sagt
frá því að veiðst hefði talsvert af
hornsílum og ein marfló. Viðbrögð
fræðimanna á staðnum urðu mikil
og veiðimanninum var kurteislega
bent á að þótt einhver hundruð teg-
unda marflóa lifðu í sjónum við ís-
land væru ferskvatnsmarflær með
öllu óþekktar í íslensku ferskvatni.
Þetta hlyti að vera sjávarmarfló, sem
gleymst hefði að hreinsa úr fötu sem
notuð hefði verið í sjávarrannsókn-
um eða eitthvað annað í svipuðum
dúr. En veiðimaðurinn hélt því
stöðugt fram að kvikindið hefði
verið lifandi þegar það veiddist í
hinu ferska grunnvatni.
Næst var haldið með marflóna,
nú varðveitta í formalíni, til flokk-
unarfræðings (Jörundar Svavars-
sonar) til greiningar. Flokkunar-
fræðingurinn greindi veiðimannin-
um frá því að hann hefði aldrei séð
þessa marflóategund. Hann taldi að
hér væri líklega um að ræða leifar í
fötu úr einhverri sjávarveiðiferð, en
hafði grun um að veiðimaðurinn
væri einfaldlega með einhvern
hrekk í huga. Sagðist hann mundu
22
Náttúrufræðingurinn 76 (1-2), bls. 22-28, 2007