Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 22
N á ttúrufræðingurinn Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson Grunnvatns- MARFLÆRÁ ÍSLANDI 1. mynd. Crymostygius thingvallensis Kristjánsson & Svavarsson, 2004. Ljósm./photo: Þorkell Heiðarsson. Teikn./drawing: Jörundur Svavarsson. Sumarið 1998 var artnar höf- unda (Bjarni K. Kristjánsson) við rannsóknir á hornsílum í Vatnsviki í Þingvallavatni.1 Var þetta fyrsta ferð hans til þeirra rann- sókna, en áður hafði hann unnið að rannsóknum á lífríki sjávar hjá Agnari Ingólfssyni.2 Við þessar rannsóknir var notað rafveiðitæki, sem lamar fiska þannig að auðvelt er að ná þeim upp. Það kom veiði- manninum lítið á óvart í fyrstu rannsóknarferðinni þegar upp flaut hvít marfló (1. mynd), en hún var þó veidd og fékk að fara í fötuna innan um hornsílin. Að veiðum loknum var farið heim með fenginn og sagt frá því að veiðst hefði talsvert af hornsílum og ein marfló. Viðbrögð fræðimanna á staðnum urðu mikil og veiðimanninum var kurteislega bent á að þótt einhver hundruð teg- unda marflóa lifðu í sjónum við ís- land væru ferskvatnsmarflær með öllu óþekktar í íslensku ferskvatni. Þetta hlyti að vera sjávarmarfló, sem gleymst hefði að hreinsa úr fötu sem notuð hefði verið í sjávarrannsókn- um eða eitthvað annað í svipuðum dúr. En veiðimaðurinn hélt því stöðugt fram að kvikindið hefði verið lifandi þegar það veiddist í hinu ferska grunnvatni. Næst var haldið með marflóna, nú varðveitta í formalíni, til flokk- unarfræðings (Jörundar Svavars- sonar) til greiningar. Flokkunar- fræðingurinn greindi veiðimannin- um frá því að hann hefði aldrei séð þessa marflóategund. Hann taldi að hér væri líklega um að ræða leifar í fötu úr einhverri sjávarveiðiferð, en hafði grun um að veiðimaðurinn væri einfaldlega með einhvern hrekk í huga. Sagðist hann mundu 22 Náttúrufræðingurinn 76 (1-2), bls. 22-28, 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.