Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags trúa veiðimanninum ef hann færði sér annað eintak. Þrátt fyrir mikið átak við hornsílaveiðar á sama stað fannst ekki önnur marfló fyrr en í ágúst 2000, þegar annað eintak veiddist, og varð því flokkunar- fræðingurinn að fallast á að marflær lifðu í íslensku ferskvatni. Veiði- maðurinn bætti svo um betur í sept- ember sama ár og fann marflær af artnarri tegund (2. mynd), nokkru smærri, á sama stað og kom með þær lifandi til flokkunarfræðings- ins, sem brá á það ráð, til að sann- reyna að hér væri um ferskvatn að ræða, að drekka vökvann sem mar- flærnar voru í. Gerði hann það þó eftir að marflærnar höfðu verið teknar í burtu, til þess að eiga ekki á hættu að drekka sönnunargögnin. Síðan höfum við unnið að því að greina og lýsa þessum tegundum, auk þess að kanna útbreiðslu þeirra á Islandi. Strax kom í ljós að hér var um tvær áður óþekktar tegundir grunnvatnsmarflóa að ræða. Hefur þeim nú verið lýst og er önnur þeirra einnig af áður óþekktri ætt marflóa, Crymostygidae3 Kristjáns- son & Svavarsson, 2004; er það teg- undin Crymostygius thingvallensis Kristjánsson & Svavarsson, 2004, en hin tegundin, Crangonyx islandicus Svavarsson & Kristjánsson, 2006, er af útbreiddri ætt grunnvatnsmar- flóa, Crangonyctidae.4 Grunnvatnsmarflær í heiminum eru þekktar um 7000 tegundir marflóa og er talið að um 12% af þeim lifi í grunnvatni.5 Grunnvatnsmarflær finnast víða um heim en algengastar eru þær þó í Suður-Evrópu, í kringum Miðjarð- arhafið, í Norður-Ameríku og Vest- ur-Indíum.5 Yfirleitt eru stofnar grunnvatnsmarflóa litlir og mjög af- markaðir. Talið er að um 140 teg- undir grunnvatnsmarflóa finnist í Evrópu6 og um 170 tegundir í Norð- ur-Ameríku.7 Þrátt fyrir mikinn fjöl- breytileika grunnvatnsmarflóa hafa þær ekki fundist á norðlægum heimskautasvæðum í Evrópu eða á Grænlandi, en hafa fundist í Alaska og Síberíu.8 Grunnvatnsmarflóm hefur verið skipt upp í þrjá flokka eftir út- breiðslu þeirra.7 1) Gamlir fersk- vatnsstofnar sem virðast hafa verið í ferskvatni í langan tíma. Jafnvel er talið að sumir þessara stofna hafi náð að lifa af síðustu ísöld í fersk- vatni undir jökli. Það sem einkennir þessar tegundir er að þær eiga ekki náskylda ættingja í sjó. 2) Tegundir sem lifa nærri sjó, eða á svæðum þar sem sjávar gætti á einhverjum tíma eftir síðustu ísöld. Skyldar teg- undir er oft að finna í sjó. 3) Teg- undir sem lifa í ísöltu vatni eða sjó. Líklegt er að sumar tegundir grunnvatnsmarflóa reki uppruna sinn til þess tíma er sjávarmarflær aðlöguðust lífi í grunnvatni. Talið er að í fyrstu hafi marflærnar lifað neð- anjarðar í hellum þar sem fullrar seltu gætti, en við jarðfræðilegar breytingar hafi vatnið orðið fersk- ara og ferskara og marflærnar því aðlagast fersku grunnvatni.‘ual1 Eftir ákveðinn tíma og tilurð hentugrar stökkbreytingar hafa grunnvatns- marflær orðið ólíkar forfeðrum sín- um í sjónum og ekki getað æxlast lengur við sjávarmarflær. Þær hafa misst seltuþolið og eru því orðnar einangraðar í sínu vatnasviði. Innan margra hópa grunnvatnsmarflóa eru því skyldar tegundir ferskvatns- og sjávarmarflóa!2 Artnar möguleiki er að grunnvatnsmarflær hafi þróast frá ferskvatnsmarflóm sem leitað hafa niður í grunnvatnsbúsvæði. Fleiri vísindamenn eru þó fylgjandi fyrri tilgátunni.9 Hluti marflóategunda sem lifa í grunnvatni er algjörlega bundinn við það búsvæði. Ástæða þessa er líklega samkeppni við aðrar tegund- ir ofanjarðar. Þrátt fyrir að vera 2. mynd. Crangonyx islandicus Svavarsson & Kristjánsson, 2006. Ljósm./photo: Þorkell Heiðarsson. Teikn./drazving: Jörundur Svavarsson. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.