Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 66
Náttúrufræðingurinn AFFÖLL OG AFRÆNINGJAR Nýsestur kræklingur situr oft mjög þétt en þegar dýrin stækka verður hvorki rými né fæða fyrir alla og fækkar þeim því vegna samkeppni. Fjöldi umhverfisþátta, auk fæðu og hita, getur valdið afföllum á kræk- lingi, t.d. öldurót, sem þeytt getur kræklingi af búsvæðum, og rekís, sem getur skrapað dýrin af undir- lagi og kramið. ar og aukins launakostnaðar. Kost- irnir við grisjunina vega þó þyngra, en þeir eru aukinn vöxtur, minni líkur á að kræklingur losni af rækt- unarböndum, jafnari stærðardreif- ing við uppskeru og hærra hlutfall af markaðshæfum kræklingi ásamt hreinsun ásæta af skeljunum. Grisj- un á 10-20 mm löngum kræklingi má hefja fyrrihluta sumars á Vest- urlandi en síðla sumars við norðan- vert landið. I flestum tilvikum er kræklingurinn losaður af söfnurun- um og flokkaður í fjóra stærðar- flokka, þ.e. <10 mm, 10-17 mm, 17-25 mm og >25 mm. Framhalds- ræktun fer síðan fram í netsokk eða slönguneti á ræktunarböndum en aðferðin ræðst af aðstæðum á hverj- um stað og umfangi rekstursins (6. mynd). Mikilvægt er að hafa hæfi- legan fjölda kræklinga á hverjum metra ræktunarbands og er oft mið- að við 400-500 kræklinga. Þó skal hafa í huga að fjöldinn getur verið mismunandi eftir gerð ræktunar- banda. Of lítill þéttleiki skeljanna eykur líkurnar á að ásætur taki sér bólfestu á ræktunarböndum og kræklingi. 6. mynd. Kræklingi hefur verið komið fyrir í netsokki til framhaldsræktunar í sjó. - Mussels in a sock ready to be replaced in the water. 7. mynd. Ræktunarband eftir afrán æðarfugls. - A mussel line after predation of eider ducks. Ljósm./photo: Valdimar Ingi Gunnarsson. Sjúkdómar í kræklingi eru frekar fátíðir miðað við aðrar samlokuteg- undir en varast ber að staðsetja rækt þar sem mikið er um sjúkdóms- valda eða sníkjudýr. Þegar líður á ræktunina fækkar kræklingum mikið á böndunum. Þeim fækkar vegna grisjunar en einnig geta fleiri þættir komið til. Þar ber helst að nefna of mikla hreyfingu á söfnurum og of veika spunaþræði, sem geta myndast vegna lítillar sjávarseltu. Einnig er hætta á, þegar sléttir og harðir safn- arar eru notaðir, að kræklingurinn hrynji af þeim þegar ákveðinni þyngd er náð. Auk þess á krækling- ur marga óvini, þar á meðal fugla, krabba, kuðunga, skrápdýr og fiska. FLelstu óvinir kræklings í ræktun hér á landi eru æðarfugl (Somateria mollissima) og krossfiskar (Asterias rubens). Samlokur, einkum kræklingur, eru eftirsótt fæða æðarfugls. Yfir- leitt afla æðarfuglar fæðunnar á innan við 15 metra dýpi, en dæmi eru um að þeir kafi eftir fæðu á mun meira dýpi, eða allt að 40 metrum.18 Æðarfugl hefur valdið kræklinga- ræktendum verulegu tjóni í mörg- um löndum og dæmi eru um að hann hafi étið alla uppskeru í litlum kræklingaræktarstöðvum. Hér á landi hefur hann valdið einhverju tjóni hjá flestum ef ekki öllum kræk- 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.