Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 72
Náttúrufræðingurinn
3. mynd. Einfaldaðurferill heimskautsbaugsins. Hann reikarfram og til baka á um 18 ára
bili en til lengri tínm litið hreyfist hann að jafnaði um 150 m til norðurs á ári. Nú er hann
á 66°33,5'. Hjá Miðgörðum var hann á árabilinu 1840-1860 en reikar norður af eynni
milli 2070 og 2090.
Hann lendir norðanvert á Grímseyj-
arsundi, sem hefur verið nærri lagi
á þeim tíma. Björn Gunnlaugsson
kom til Grímseyjar um 1840 og
gerði þar staðarákvörðun sem hann
skráði á kort sitt.5 Samkvæmt henni
var ljóst að baugurinn lá þá um
eyna sjálfa en hann teiknaði hann
ekki inn.6 A Islandskortum frá 20.
öld er heimskautsbaugurinn yfir-
leitt ekki sýndur.
Sögnin um heimskautsbauginn
og hjónarúmið í Miðgörðum er sem
sagt ekki einber heilaspuni. Þótt
ekki sé hægt að reikna nákvæmlega
út hvenær hann lá milli prests-
hjónanna má samt leika sér að töl-
um og fá út á hvaða árabili hann var
að slaga fram og til baka við prests-
setrið. I dag er hann nálægt
Almannagjá, um 2500 m norðan
Miðgarða. Ef hann færist um rétta
150 m á ári að meðaltali til lengri
tíma litið og sveiflast 300 m fram og
til baka vegna pólriðu á 18 ára bili
fæst ferill eins og á 3. mynd. Smærri
óregla af ýmsu tagi er ekki tekin
með í reikninginn. Samkvæmt
þessu hefur baugurinn af og til
verið í hjónarúminu á Miðgörðum á
árabilinu 1840-1860!
Hjá Básum var hann á árunum
1940-1960. Norður af eynni reikar
hann á tímabilinu 2070-2090 og eft-
ir það mun Island allt liggja sunnan
heimskautsbaugs í nær 20.000 ár.
NlÐURSTAÐA
Áhugamenn um landafræði og
ferðaþjónustufólk hafna oft hinni
flóknu stjarnfræðilegu skilgrein-
ingu á legu heimskautsbaugsins.
Menn vilja fá fasta landfræðilega
skilgreiningu þar sem hægt sé að
setja niður merki og viðkomustað
y/i HllH,VBSBBa te
4. mynd. Merki heimskautsbaugsins á
Dalton-þjóðveginum í Alaska. (Mynd úr
Wikipedia.)
ferðamanna. Víðast hafa menn ein-
faldlega kosið að marka heim-
skautsbauginn við 66°33' norður.
Alaskabúar hafa til dæmis gert
fallegan áningarstað við Dalton-
þjóðveginn þar sem hann fer yfir
66°33'N (4. mynd) og á sömu breidd
hafa Norðmenn reist táknrænt hlið
á veginum yfir Saltfjallið í Norð-
landsfylki. Þeir sem fara í gegnum
það eru komnir inn á heimskauts-
svæðið. Þar er einnig fallegur varði
úr graníti og ofan á honum hnattlík-
an (5. mynd). Það virðist sanngjörn
málamiðlun að marka baugnum
fastan sess á þessari breidd,
skammt sunnan við hinn stjarn-
fræðilega rétta stað, hvað sem síðar
kann að þykja þegar baugurinn
hefur flutt sig norðar.
5. mynd. Merki heimskautsbaugsins á
Saltfjallinu í Noregi. (Úr Wikipedia.)
HEIMILDIR
1. Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
1991.
2. Oddur Einarsson 1971. íslandslýsing.
Qualiscunque descriptio Islandiae. Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
3. Haraldur Sigurðsson 1978. Kortasaga
íslands frá lokum 16. aldar til 1848. Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina-
félagsins, Reykjavík.
4. Arngrímur Jónsson 1985 Crymogæa.
Þættir úr sögu íslands. Sögufélagið,
Reykjavík.
5. Þorvaldur Thoroddsen 2005. Landfræði-
saga íslands III. Ormstunga, Reykjavík.
Bls. 229.
6. Björn Gunnlaugsson 1844. Uppdráttur
íslands. Hið íslenska bókmenntafélag,
Reykjavík og Kaupmannahöfn.
72