Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn Hreppur Látnir úr bólusótt 1707 Manntalið 1703 Fjöldi aldursgreindra (heildarfjöldi) Dánarhlutfall (95% öryggisbil) Álftaneshreppur 175 (195?) 569 (582) 31% (27-35%) Seltjarnarneshreppur 189 601 (604) 31% (28-35%) Bæjarhreppur nær 100 427 (428) 23% (19-28%) Stokkseyrarhreppur 140 673(719) 21% (18-24%) Mosfellssveit 116 322 (322) 36% (31-42%) Súgandafjarðarhreppur 73 199 (199) 37% (30-44%) tafla. Dánarhlutfall eftir hreppum . - Death rate by commune. fæst fyrir Álftaneshrepp (2. tafla). Reiknaða dánartalan er borin saman við dánartölu sem gefin er í Set- bergsannál. Gert er ráð fyrir, með til- liti til tölfræðiútreikninga, að fjöldi íbúa og aldursdreifing í Seltjarnar- neshreppi 1707 hafi verið óbreytt frá manntalinu 1703.2 Sýna má þó fram á að takmarkaðar breytingar á fólks- fjölda eða aldursdreifingu hafi lítil eða engin áhrif á niðurstöður þeirra útreikninga sem gerðir eru.c Aldursbundið dánarhlutfall úr Álftaneshreppi er því næst notað til að reikna fjölda dauðsfalla sem vænta mátti fyrir Flóahreppana tvo, en reiknað er á sama hátt og fyrir Seltjarnarneshrepp. Þessar reikn- uðu dánartölur eru síðan bornar saman við dánartölur gefnar í Set- bergsannál fyrir þessa tvo hreppa (2. tafla). Fyrir Flóahreppana er notuð aldursdreifing og fólksfjöldi þeirra úr manntalinu 1703.9 Með þessum útreikningum er kannað hvort aldursbundið dánar- hlutfall í bólusóttinni 1707-1709 hafi verið sambærilegt í hreppun- um fjórum á sunnanverðu landinu. Ef svo var ekki er kannað hvort skýra megi mun á dauðsföllum með því að bólusótt 1670-1672 hafi ekki borist til allra hreppanna.2 Áður en samanburður á dánartöl- um fyrir hreppana fjóra er sýndur er lýsing gefin á þeim talnagögnum sem notuð eru. Aldursdreifing er sýnd og kynjahlutfall gefið fyrir hvem hrepp. Kannað er hvað er ólíkt með hreppunum og hvaða áhrif það getur haft á samanburð dánartalna. MANNTALIÐ 1703 - ÓVISSA í TÖLUM Þegar skoðuð er aldursdreifing í manntalinu 1703 virðist nokkur „ónákvæmni" í aldurstölum, þar sem m.a. eru toppar í flestum tuga- aldurstölum, 20 ára, 30 ára o.s.frv.9'10'11'1213 Með því að nota önnur aldursbil má draga úr þessu. Því eru hér notuð 5 ára aldursbil á 3. og 4. mynd og við samanburð á ald- ursdreifingu í hreppunum. Álftaneshreppur er með hærra hlutfall barna undir 10 ára aldri og sker sig því úr miðað við hina hreppana. I nágrannahreppi Álfta- neshrepps, Seltjarnarneshreppi, er fjöldi á bilinu 0 (frá fæðingu) til 4 ára og á bilinu 5 til 9 ára töluvert lægri en fjöldinn á næstu aldursbil- Álftaneshreppur Aldursbil 5 ár, 0-4, 5-9,... um. í tveimur nágrannahreppum sem skoðaðir voru, Bæjar- og Stokkseyrarhreppi í Árnessýslu, sést sama tilhneiging (4. mynd). Aldursdreifing í hreppunum getur bent til að í yngstu aldurshóp- unum hafi börn verið vantalin, en þó síst í Álftaneshreppi (3. og 4. mynd). En með ólíkum hætti var staðið að talningu eftir hreppum.14 Aðrar skýringar en vantalning geta átt við, en hafi börn verið vantalin þarf að meta áhrif þess á þá útreikn- inga sem sýndir verða. HVAÐ MÁ LESA ÚR ALDURS- DREIFINGUM FRÁ 1703? Á 4. mynd er sýnd aldursdreifing í þremur hreppum. Samanburður á aldursdreifingum sýnir að Álftanes- hreppur er marktækt (p < 0,05) frá- brugðinn Bæjarhreppi (x2 = 38,5, d.f. = 19, p = 0,005), Stokkseyrar- hreppi (x2 = 49,0, d.f. = 19, p < 0,001) og einnig Seltjamameshreppi (x2 = 33,2, d.f. = 18, p = 0,016). Ekki er marktækur munur á Bæjar- og Stokkseyrarhreppi (x2 = 19,3, d.f. = 17, p = 0,31). Ekki er aðgreind dreifing fyrir karla og konur sérstaklega þar sem Seltiarnameshreppur Aldursbil 5 ár, 0-4, 5-9,, 3. mynd. Dreifing 569 aldursgreindra einstaklinga íÁlftaneshreppi og 601 aldursgreinds einstaklings í Seltjarnarneshreppi árið 1703. - Age distributions for: the commune of Álftanes and the commune of Seltjarnarnes, from the 1703 population census. 569 and 601 individuals are age-specified in the communes, respectively. c Hafi fjölgað í Seltjamameshreppi á tímabilinu 1703-1707 í aldurshópi undir 20 ára, um t.d. 5%, og sama breyting orðið í Alftaneshreppi eru niðurstöður útreikninga vegna samanburðar þessara hreppa óbreyttar. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.