Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 13. mynd. Landrek á miðlífsöld.18 jöfnum („gróplöntum"). Yfirleitt voru þetta lágvaxnar jurtir; þó mynduðu burknar og jafnar sums staðar runna eða tré. Eftir því sem á miðlífsöldina leið fór meira að bera á fræplöntum. Auk ýmissa gerða af plöntum sem nú eru að mestu eða öllu horfnar, voru berfrævingar svo sem barrtré áberandi alla öldina, og á krítartímabili fór sífellt meira fyrir blómplöntum (dulfrævingum). Plöntuætur meðal risaeðlna löguðu sig að gróðri hvers tíma, auk þess sem mörg þessara dýra sérhæfðu sig í að bíta gróður í vissri hæð: Eins og nú kroppuðu sum niðri við jörð en önnur seildust upp eftir trjám, mishátt eftir líkamsstærð og ekki síst hálslengd. Samspil dýra og plantna hefur á öllum tímum mótað þróun hvorra tveggja. Margar plöntur verjast á- gangi dýra með bragðvondum eða eitruðum efnum. Á móti kemur að fræplöntur, einkum blómplöntumar, hafa löngum virkjað dýr sér til fjölg- unar. Auk þess sem þær freistuðu skordýra og annarra smádýra með sætum legi í skrautlegum blómum til að bera frjó á milli plantna (en fyrir daga blómplantna voru allar plöntur háðar veðrum og vindi um frævun) buðu þær dýrum, og þar með á sínum tíma risaeðlunum, nærandi aldin og dreifðu þannig afkvæmum sínum, oft eftir ferð fræjanna í gegnum meltingarfæri dýranna. Bandarískur forndýrafræðingur, Robert T. Bakker, telur að risaeðl- urnar hafi „fundið upp" grasið.19 Plöntuætur í þeirra hópi hafi gengið nærri ýmsum seinsprottnum lág- gróðri og með því skapað rými fyrir grösin sem þau hafa síðan búið að. Fiðraðir dínósárar Sem fyrr segir hafa leifar af risaeðl- um fundist í öllum álfum heims. Bandarískir steingervingafræðing- ar, og ekki síður kanadískir, hafa til dæmis löngum verið iðnir við að grafa upp risaeðluleifar og kenna dýrin oft við fundarstaðina, eins og ráða má af fræðiheitum á borð við Edmontosaurus og Albertosaurus. Á síðustu áratugum hafa fundist einkar gjöful steingervingalög frá miðlífsöld í Kína, þar sem glögg merki eru um fjölda af fornum líf- verum sem kínverskir fornlíffræð- ingar vinna ötullega úr í samvinnu við erlenda kollega. Margt er þarna um áður óþekktar tegundir. I Lia- oninghéraði, norðaustarlega í Kína, hafa fundist mjög vel varðveittar leifar lífvera frá því snemma á krít- artímabili (Yixianjarðlögin, 128 til 135 milljón ára). Þar á meðal eru elstu þekktu steingervingar blóm- plantna og fylgjuspendýra, en einnig merki um ýmsar kjöteðlur, sem margar voru með einhvers konar fiður, allt frá hinum frum- stæðustu fjöðrum til nútímalegra gerða. Þarna eru einstæð merki um gífurlega öra þróun frumfugla. Af þessum steingervingum ráða menn að fjaðrir hafi orðið til og þróast til nútímalegrar myndar í stofnum jarðbundinna, tvífættra rándínósára áður en fleygir fuglar komu fram.11 Því er hér rætt um dínósára frekar en risaeðlur, að þessir forverar fugl- anna voru margir fremur smávaxn- ir. Elsti fiðraði dínósárinn í Yixian- lögunum, dúneðlan (Sinosauro- pteryx) sem fannst árið 1997, var til dæmis á stærð við miðlungshænu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.