Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 56
Náttúrufræðingurinn 13. mynd. Landrek á miðlífsöld.18 jöfnum („gróplöntum"). Yfirleitt voru þetta lágvaxnar jurtir; þó mynduðu burknar og jafnar sums staðar runna eða tré. Eftir því sem á miðlífsöldina leið fór meira að bera á fræplöntum. Auk ýmissa gerða af plöntum sem nú eru að mestu eða öllu horfnar, voru berfrævingar svo sem barrtré áberandi alla öldina, og á krítartímabili fór sífellt meira fyrir blómplöntum (dulfrævingum). Plöntuætur meðal risaeðlna löguðu sig að gróðri hvers tíma, auk þess sem mörg þessara dýra sérhæfðu sig í að bíta gróður í vissri hæð: Eins og nú kroppuðu sum niðri við jörð en önnur seildust upp eftir trjám, mishátt eftir líkamsstærð og ekki síst hálslengd. Samspil dýra og plantna hefur á öllum tímum mótað þróun hvorra tveggja. Margar plöntur verjast á- gangi dýra með bragðvondum eða eitruðum efnum. Á móti kemur að fræplöntur, einkum blómplöntumar, hafa löngum virkjað dýr sér til fjölg- unar. Auk þess sem þær freistuðu skordýra og annarra smádýra með sætum legi í skrautlegum blómum til að bera frjó á milli plantna (en fyrir daga blómplantna voru allar plöntur háðar veðrum og vindi um frævun) buðu þær dýrum, og þar með á sínum tíma risaeðlunum, nærandi aldin og dreifðu þannig afkvæmum sínum, oft eftir ferð fræjanna í gegnum meltingarfæri dýranna. Bandarískur forndýrafræðingur, Robert T. Bakker, telur að risaeðl- urnar hafi „fundið upp" grasið.19 Plöntuætur í þeirra hópi hafi gengið nærri ýmsum seinsprottnum lág- gróðri og með því skapað rými fyrir grösin sem þau hafa síðan búið að. Fiðraðir dínósárar Sem fyrr segir hafa leifar af risaeðl- um fundist í öllum álfum heims. Bandarískir steingervingafræðing- ar, og ekki síður kanadískir, hafa til dæmis löngum verið iðnir við að grafa upp risaeðluleifar og kenna dýrin oft við fundarstaðina, eins og ráða má af fræðiheitum á borð við Edmontosaurus og Albertosaurus. Á síðustu áratugum hafa fundist einkar gjöful steingervingalög frá miðlífsöld í Kína, þar sem glögg merki eru um fjölda af fornum líf- verum sem kínverskir fornlíffræð- ingar vinna ötullega úr í samvinnu við erlenda kollega. Margt er þarna um áður óþekktar tegundir. I Lia- oninghéraði, norðaustarlega í Kína, hafa fundist mjög vel varðveittar leifar lífvera frá því snemma á krít- artímabili (Yixianjarðlögin, 128 til 135 milljón ára). Þar á meðal eru elstu þekktu steingervingar blóm- plantna og fylgjuspendýra, en einnig merki um ýmsar kjöteðlur, sem margar voru með einhvers konar fiður, allt frá hinum frum- stæðustu fjöðrum til nútímalegra gerða. Þarna eru einstæð merki um gífurlega öra þróun frumfugla. Af þessum steingervingum ráða menn að fjaðrir hafi orðið til og þróast til nútímalegrar myndar í stofnum jarðbundinna, tvífættra rándínósára áður en fleygir fuglar komu fram.11 Því er hér rætt um dínósára frekar en risaeðlur, að þessir forverar fugl- anna voru margir fremur smávaxn- ir. Elsti fiðraði dínósárinn í Yixian- lögunum, dúneðlan (Sinosauro- pteryx) sem fannst árið 1997, var til dæmis á stærð við miðlungshænu,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.