Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 2. viynd. Flugeðla. Þessi tegund, Pteranodon ingens, var„aðeins" með um 7 m vænghaf, cn stærstu flugeðlur spönnuðu eina 12 m.2 nú af risaeðlunum er að hluta til sótt beint í steingerðar menjar þess- ara dýra en annað er fengið eftir krókaleiðum, oft yfirfært út frá þekkingu á skyldum tegundum, ýmist útdauðum eða núlifandi, og þótt talsvert hafi áunnist mun margt af því sem við nú teljum sennilegt eða jafnvel fullvíst eiga eftir að þoka fyrir nýjum gögnum og nýrri túlkun. MEGINFLOKKUN3 A 3. mynd4 eru saman teknar nú- tímahugmyndir fræðimanna um þróunartengsl helstu stofna risa- eðlna innbyrðis og við aðra hópa dýra, einkum fugla. Töflurnar á myndinni eru settar upp eftir regl- um upprunaflokkunar (cladistics), þar sem skyldleikinn er sýndur með endurteknum tvískiptingum eða kvíslum. Því fleiri kvíslir sem skilja tvo hópa að, þeim mun fjarskyldari eru hóparnir. í jarðlögum finnast merki um stór og smá landhryggdýr frá fornlífs- öld. Stofnar þeirra greindust hvað eftir annað (3. mynd neðst til hægri, rauðar kvíslir), og snemma á mið- lífsöld skiptist ein greinin í tvær kvíslir, annars vegar flugeðlur, hins vegar hinar eiginlegu risaeðlur, sem hér verður fjallað um. Þetta gerðist á miðju fyrsta tímabili miðlífsaldar, trías, fyrir einum 230 milljón árum (4. mynd). Risaeðlurnar hverfa svo all- skyndilega af sjónarsviðinu á mörk- um miðlífs- og nýlífsaldar (krít- ar/paleósen-skilunum, fyrir 65 milljón árum). En frá trías til loka miðlífsaldar, eða ein 160 milljón ár, voru þær ríkjandi hryggdýr á landi í öllum hlutum heims. Risaeðlur skiptast í tvær megin- deildir, fuglsmjaðma (Ornithischia) og eðlumjaðma (Saurischia). Skipt- ingin miðast meðal annars við gerð mjaðmabeinanna, sem þykir í öðru tilvikinu minna á fugla, hinu á eðlur. Það er svo kannski hlálegt að í ljós er komið að fuglarnir standa mun nær eðlumjöðum en fugls- mjöðmum og teljast raunar til þeirra samkvæmt upprunaflokkun. Frá því menn fóru að grafa risa- eðlubein úr jörðu hefur fjöldi ætt- kvísla og tegunda verið skilgreind- ur og hlotið fræðiheiti. Til dæmis hefur í tímans rás verið lýst liðlega 120 ættkvíslum af graseðlum (Sauropoda), en til þeirra teljast stærstu landdýr sem lifað hafa, svo sem finngálkn og þórseðla. Af flest- um þessara ættkvísla er aðeins ein tegund skráð en öðrum hefur verið skipt í margar tegundir, þannig að nafngreindar tegundir af graseðlum í gömlum og nýjum fræðiritum eru nálægt tvöhundruð (sjá3, bls. 261-271). Frekari rannsóknir og nýir steingervingafundir hafa oft orðið til að fækka ættkvíslum og tegundum: Stundum hafa að baki tveimur eða fleiri tegundaheitum staðið mismunandi partar af sams konar kvikindum; í öðrum tilvikum er um að ræða ung dýr og fullorðin eða karl- og kvendýr sömu tegund- ar. Raunar kemur hið gagnstæða líka fyrir - að sama heitið sé gefið steingervingum sem síðar reynast af mismunandi tegundum. Alls taka fræðimenn nú gildar um 100 ættkvíslir af graseðlum, margar þó með verulegum fyrirvara. Af aðeins 22 eru þekktar þokkalega heillegar beinagrindur, af höfði, bol og útlimum. Eðlumjaðmar Eðlumjaðmar (Saurischia), fylla stærsta hluta töflunnar á 3. mynd. Þeim er svo aftur skipt í tvær deild- ir: Annars vegar eru graseðlurnar (Sauropoda),3 gríðarstór, ferfætt dýr með langan hala og flest með langan háls. I þeirra hópi eru stærstu landdýr sem lifað hafa á jörðinni. a Á 3. mynd eru graseðlumar skráðar undir samheitinu Sauropodomorpha, sem tekur yfir eiginlegar graseðlur, Sauropoda, og forvera þeirra, frumgraseðlumar, Prosauropoda, búkminni og léttari kvikindi sem mörg gengu á tveimur fótum. Leifar þeirra frá tríastímabili hafa fundist í flestum heimsálfum. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.