Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 66
Náttúrufræðingurinn AFFÖLL OG AFRÆNINGJAR Nýsestur kræklingur situr oft mjög þétt en þegar dýrin stækka verður hvorki rými né fæða fyrir alla og fækkar þeim því vegna samkeppni. Fjöldi umhverfisþátta, auk fæðu og hita, getur valdið afföllum á kræk- lingi, t.d. öldurót, sem þeytt getur kræklingi af búsvæðum, og rekís, sem getur skrapað dýrin af undir- lagi og kramið. ar og aukins launakostnaðar. Kost- irnir við grisjunina vega þó þyngra, en þeir eru aukinn vöxtur, minni líkur á að kræklingur losni af rækt- unarböndum, jafnari stærðardreif- ing við uppskeru og hærra hlutfall af markaðshæfum kræklingi ásamt hreinsun ásæta af skeljunum. Grisj- un á 10-20 mm löngum kræklingi má hefja fyrrihluta sumars á Vest- urlandi en síðla sumars við norðan- vert landið. I flestum tilvikum er kræklingurinn losaður af söfnurun- um og flokkaður í fjóra stærðar- flokka, þ.e. <10 mm, 10-17 mm, 17-25 mm og >25 mm. Framhalds- ræktun fer síðan fram í netsokk eða slönguneti á ræktunarböndum en aðferðin ræðst af aðstæðum á hverj- um stað og umfangi rekstursins (6. mynd). Mikilvægt er að hafa hæfi- legan fjölda kræklinga á hverjum metra ræktunarbands og er oft mið- að við 400-500 kræklinga. Þó skal hafa í huga að fjöldinn getur verið mismunandi eftir gerð ræktunar- banda. Of lítill þéttleiki skeljanna eykur líkurnar á að ásætur taki sér bólfestu á ræktunarböndum og kræklingi. 6. mynd. Kræklingi hefur verið komið fyrir í netsokki til framhaldsræktunar í sjó. - Mussels in a sock ready to be replaced in the water. 7. mynd. Ræktunarband eftir afrán æðarfugls. - A mussel line after predation of eider ducks. Ljósm./photo: Valdimar Ingi Gunnarsson. Sjúkdómar í kræklingi eru frekar fátíðir miðað við aðrar samlokuteg- undir en varast ber að staðsetja rækt þar sem mikið er um sjúkdóms- valda eða sníkjudýr. Þegar líður á ræktunina fækkar kræklingum mikið á böndunum. Þeim fækkar vegna grisjunar en einnig geta fleiri þættir komið til. Þar ber helst að nefna of mikla hreyfingu á söfnurum og of veika spunaþræði, sem geta myndast vegna lítillar sjávarseltu. Einnig er hætta á, þegar sléttir og harðir safn- arar eru notaðir, að kræklingurinn hrynji af þeim þegar ákveðinni þyngd er náð. Auk þess á krækling- ur marga óvini, þar á meðal fugla, krabba, kuðunga, skrápdýr og fiska. FLelstu óvinir kræklings í ræktun hér á landi eru æðarfugl (Somateria mollissima) og krossfiskar (Asterias rubens). Samlokur, einkum kræklingur, eru eftirsótt fæða æðarfugls. Yfir- leitt afla æðarfuglar fæðunnar á innan við 15 metra dýpi, en dæmi eru um að þeir kafi eftir fæðu á mun meira dýpi, eða allt að 40 metrum.18 Æðarfugl hefur valdið kræklinga- ræktendum verulegu tjóni í mörg- um löndum og dæmi eru um að hann hafi étið alla uppskeru í litlum kræklingaræktarstöðvum. Hér á landi hefur hann valdið einhverju tjóni hjá flestum ef ekki öllum kræk- 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.