Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags trúa veiðimanninum ef hann færði sér annað eintak. Þrátt fyrir mikið átak við hornsílaveiðar á sama stað fannst ekki önnur marfló fyrr en í ágúst 2000, þegar annað eintak veiddist, og varð því flokkunar- fræðingurinn að fallast á að marflær lifðu í íslensku ferskvatni. Veiði- maðurinn bætti svo um betur í sept- ember sama ár og fann marflær af artnarri tegund (2. mynd), nokkru smærri, á sama stað og kom með þær lifandi til flokkunarfræðings- ins, sem brá á það ráð, til að sann- reyna að hér væri um ferskvatn að ræða, að drekka vökvann sem mar- flærnar voru í. Gerði hann það þó eftir að marflærnar höfðu verið teknar í burtu, til þess að eiga ekki á hættu að drekka sönnunargögnin. Síðan höfum við unnið að því að greina og lýsa þessum tegundum, auk þess að kanna útbreiðslu þeirra á Islandi. Strax kom í ljós að hér var um tvær áður óþekktar tegundir grunnvatnsmarflóa að ræða. Hefur þeim nú verið lýst og er önnur þeirra einnig af áður óþekktri ætt marflóa, Crymostygidae3 Kristjáns- son & Svavarsson, 2004; er það teg- undin Crymostygius thingvallensis Kristjánsson & Svavarsson, 2004, en hin tegundin, Crangonyx islandicus Svavarsson & Kristjánsson, 2006, er af útbreiddri ætt grunnvatnsmar- flóa, Crangonyctidae.4 Grunnvatnsmarflær í heiminum eru þekktar um 7000 tegundir marflóa og er talið að um 12% af þeim lifi í grunnvatni.5 Grunnvatnsmarflær finnast víða um heim en algengastar eru þær þó í Suður-Evrópu, í kringum Miðjarð- arhafið, í Norður-Ameríku og Vest- ur-Indíum.5 Yfirleitt eru stofnar grunnvatnsmarflóa litlir og mjög af- markaðir. Talið er að um 140 teg- undir grunnvatnsmarflóa finnist í Evrópu6 og um 170 tegundir í Norð- ur-Ameríku.7 Þrátt fyrir mikinn fjöl- breytileika grunnvatnsmarflóa hafa þær ekki fundist á norðlægum heimskautasvæðum í Evrópu eða á Grænlandi, en hafa fundist í Alaska og Síberíu.8 Grunnvatnsmarflóm hefur verið skipt upp í þrjá flokka eftir út- breiðslu þeirra.7 1) Gamlir fersk- vatnsstofnar sem virðast hafa verið í ferskvatni í langan tíma. Jafnvel er talið að sumir þessara stofna hafi náð að lifa af síðustu ísöld í fersk- vatni undir jökli. Það sem einkennir þessar tegundir er að þær eiga ekki náskylda ættingja í sjó. 2) Tegundir sem lifa nærri sjó, eða á svæðum þar sem sjávar gætti á einhverjum tíma eftir síðustu ísöld. Skyldar teg- undir er oft að finna í sjó. 3) Teg- undir sem lifa í ísöltu vatni eða sjó. Líklegt er að sumar tegundir grunnvatnsmarflóa reki uppruna sinn til þess tíma er sjávarmarflær aðlöguðust lífi í grunnvatni. Talið er að í fyrstu hafi marflærnar lifað neð- anjarðar í hellum þar sem fullrar seltu gætti, en við jarðfræðilegar breytingar hafi vatnið orðið fersk- ara og ferskara og marflærnar því aðlagast fersku grunnvatni.‘ual1 Eftir ákveðinn tíma og tilurð hentugrar stökkbreytingar hafa grunnvatns- marflær orðið ólíkar forfeðrum sín- um í sjónum og ekki getað æxlast lengur við sjávarmarflær. Þær hafa misst seltuþolið og eru því orðnar einangraðar í sínu vatnasviði. Innan margra hópa grunnvatnsmarflóa eru því skyldar tegundir ferskvatns- og sjávarmarflóa!2 Artnar möguleiki er að grunnvatnsmarflær hafi þróast frá ferskvatnsmarflóm sem leitað hafa niður í grunnvatnsbúsvæði. Fleiri vísindamenn eru þó fylgjandi fyrri tilgátunni.9 Hluti marflóategunda sem lifa í grunnvatni er algjörlega bundinn við það búsvæði. Ástæða þessa er líklega samkeppni við aðrar tegund- ir ofanjarðar. Þrátt fyrir að vera 2. mynd. Crangonyx islandicus Svavarsson & Kristjánsson, 2006. Ljósm./photo: Þorkell Heiðarsson. Teikn./drazving: Jörundur Svavarsson. 23

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.