Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 4
Almannafræðsla um NÁ TTÚRUFRÆÐI Leiðari Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað árið 1889 til að stuðla að aukinni þekkingu þjóðarinnar á náttúru landsins og náttúru- fræði almennt. Þá voru þjóðir í Evrópu í óða önn að hefja könnun á náttúrufari landa sinna, bæði vegna nýtingar náttúru- auðlinda og almennrar landnýtingar. Hér á landi veitti Alþingi einum manni, Þorvaldi Thoroddsen, smástyrk árlega til að ferðast um landið og kanna náttúru þess. Þetta litla framlag til rannsókna óx mörgum þingmönnum svo í augum, að styrkveit- ingin var felld niður. Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað gegn þessu fáfræðiþrungna viðhorfi og til að ryðja farveg fyrir þá, sem vildu efla þekkingu sína og annarra á náttúru landsins. Þetta hefur verið meginmarkmið félagsins allar götur síðan. Á þeim rúmlega hundrað árum sem liðin eru hefur þörfin á fróðleik um náttúru íslands farið stöðugt vaxandi. Atvinnu- vegir landsmanna byggja sem fyrr á inn- lendum náttúruauðlindum, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, orkuiðnað, land- búnað eða ferðaþjónustu. Á sama hátt er heilbrigði og hagsæld landsmanna háð náttúrunni, hvort sem um er að ræða hreint loft, neysluvatn, jarðhitavatn eða útivist. Náttúra landsins varðar alþjóð. Ákvarð- anir um örlög hennar eru teknar af stjórn- völdum sem tekst ekki betur við það en þekking þeirra leyfir á hverjum tíma. Tor- skildar skýrslur sérhæfðra fræðinga eru ekki alltaf besti grunnurinn að slíkri þekk- ingu. Þar er ekki síður þörf á alþýðlegum fróðleik og góðri yfirsýn. Þörfin er því rík fyrir náttúrufræðslu sem fleiri skilja en ör- fáir sérfræðingar á þröngu sviði og raunar þurfa allir sérfræðingar á alþýðlegum fróðleik að halda utan síns sérsviðs. Fræðsla í náttúrufræði í skólum landsins hefur í tímans rás batnað til stórra muna hér á landi. En þessa fræðslu þrýtur um leið og skólagöngu lýkur, auk þess sem skólakennslan er bundin við vetrartímann en náttúruskoðun einkum tengd sumrinu. 2 Því er mikil þörf fyrir miðlun þekkingar um náttúru landsins á vettvangi almenn- ings. Þetta er það hlutverk, sem Hið ís- lenska náttúrufræði- félag hefur sinnl og vill sinna. Fyrst skal þar telja útgáfu Náttúrufræðingsins en undirtitill ritsins er „alþýðlegt fræðslurit um náttúru- fræði" og hefur það nú komið út samfellt í 65 ár. Haldnir hafa verið fyrirlestrar um náttúrufræði á vegum félagsins mánað- arlega yfir vetrartímann í meira en sjötíu ár og fræðsluferðir til náttúruskoðunar á sumrin og hafa verið fastur liður í starf- seminni í meira en fimmtíu ár. Ýmislegt fleira hefur verið gert eða reynt í því sambandi, eftir því sem efni hafa verið til og aðstæður leyft. Má þar til dæmis nefna útgáfu bóka um náttúrufræði, sem HIN hefur staðið að hin síðari ár. Eitt aðalmál félagsins var í upphafi stofnun og rekstur íslensks náttúrugripa- safns. Félagið átti og rak Náttúrugripa- safnið í Reykjavík sem almennt sýningar- safn á árunum 1895-1947 er það var af- hent ríkinu. Upp úr því var stofnað Nátt- úrugripasafn Islands, sem síðar varð Nátt- úrufræðistofnun íslands. Þröngt var jafnan um safnið og er enn. Því hefur félagið beitt sér fyrir og tekið þátt í viðleitni til að koma upp viðunandi sýningaraðstöðu í Reykjavík. Þau mál eru enn í gangi. Þeim þarf að sinna áfram, en ekki síður þarf að styrkja jöfnum höndum áfram vænleg ný- mæli og velreyndar og hefðbundar leiðir í fróðleiksmiðluninni. Efling almannaþekk- ingar á náttúru landsins er nauðsyn. Ella er hætt við að tengslin milli manns og náttúru veikist eða rofni, landi og þjóð til ómælan- legs ófarnaðar. Freysteinn Sigurðsson formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.