Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 18
„Jeanfrœndi áfleka áfrönsku stöðuvatni". 2. Hvað gerðirðu í gær? I gær vaknaði ég snemma, drakk kaffið í rúminu, nokkur símtöl. Að því loknu fór ég að hitta fuglana mína. Um hádegið kom kona og tók viðtal. Aftur símtöl. Hitti mann. Snögg moussaka (ekki slæm) á grískum skyndibitastað. Aftur símtöl. Um kvöldið skrifaði ég hluta af bókinni minni sem verður um leiki sem einn, tveir eða ileiri geta tekið þátt í. Ekki þarf neitt til að leika þessa leiki. Þeir eru algerlega hug- lægir. Rétt áður en ég sofnaði byrjaði ég að lesa „Even Cowgirls get the blues“ eftir Tont Robbins. Ég veit ekki enn hvað mér fínnst um hana. 3. Hvaða stærð af skóm NOTARÐU? 42, stöku sinnum 41. 4. Ertu hræddur við að fljúga? Og hvað með svima eða loft- HRÆÐSLU? Ekki svo mjög. Það gerist stundum þegar vélin kastast til eða lendir í ókyrrð. Ég er aðallega hræddur við lendinguna. Ég efast alltaf um að þessi litlu hjól ráði við þung- ann af vélinni. Og lofthræðslan er svona í meðallagi mundi ég segja. 5. Hvernig ER SAMBAND ÞITT VIÐ FORELDRA ÞÍNA? Gott, þótt mér finnist foreldrar mínir oft svolitlar nöldurskjóður, gamaldags, leiðin- leg og lítt hvetjandi. Það sem mér þykir vænst um er að þau virðast hafa trú á mér þrátt fyrir að þau skilji í raun ekki hvað ég er að gera. Þau hafa alla tíð verið mjög góð við mig. Stundum finnst mér út í hött að vera með þeim þegar á það er litið að þau bjuggu mig til og að ég mundi ekki endilega sækjast eftir félagsskap þeirra ef þau hefðu ekki gert það, svo ég taki nú ekki dýpra í árinni. Á hinn bóginn finnst mér þau stundum vera eina fólkið fyrir utan bróður minn sem ég hef ástæðu til að umgangast. 6. Ertu ánægður með líf þitt? Já, það er ég. Ég nálgast svarið við þessari spurningu út frá gagnsemi. Þegar ég hugsa 16

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.