Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 17
Fjörvit Carsten Höller SlGURÐUR GUÐMUNDSSON LEGGUR NOKKRAR SPURNINGAR FYRIR ÞÝSKA VÍSINDA" OG LISTAMANNINN CARSTEN HÖLLER ilefni þessa viðtals er frain- lag Nýlistasafnsins til Lista- hátíðar í Reykjavík í sumar. Viðtalið - og þar með þetta hefti Náttúrufrœðingsins - verður hluti of sýningarskrá Nýlistasafnsins. Um er að rœða sýningu fjögurra myndlistar- manna, þeirra Carsten Höller frá Þýskalandi, Dan Wolgers frá Svíþjóð og systranna Irene og Christine Holren- huchler frá Austurríki. Sýningin hefur hlotið nafnið „Fjörvit“ og verður hún opnuð í Nýlistasafninu 1. júní nk. Hugmyndin að sýningunni er kominfrá Sigurði Guðmundssyni myndlistar- nianni og er hann jafnframt umsjónar- niaður sýningarskrár. Carsten Höller fæddist í Belgíu 1961. Hann slundaði nám í búvísindum við Christian- Albrechts-Universitát í Kiel og lauk þaðan doktorsprófi 1988. Höller hefur einkum Ur|nið að rannsóknum á þróunarvistfræði og boðefnasamskiptum skordýra. Hann hefur IT|-a. unnið við rannsóknir í Englandi, Prakklandi og Bandaríkjunum og hefur birt Ijölda greina um rannsóknir sínar í fræði- ritum. Frá 1987 hefur Carsten Höller verið starf- andi myndlistarmaður og býr nú í Köln í Þýskalandi. Frá 1987 hefur hann haldið einkasýningar í Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku, Sviss, Svíþjóð og Belgíu. Hann byggir list sína á vísindalegum grunni og hefur hún verið skilgreind sem samhengis- list, en hún fjallar iðulega um atferli, skynj- un og hegðunarmynstur manna, jurta og dýra. „Útrýming barna“, „Þefkönnun“ og „Ástarljóð finka“ eru dæmi um yfirskriftir nokkurra sýninga hans. Hér á eftir svarar Carsten Höller nokkr- um spurningum sem lagðar voru fyrir hann. Spyrill er Sigurður Guðmundsson. 1. Hvernig hefurðu það? Það er erfitt að segja. Ég hef á tilfinn- ingunni að ég skipti ört um skap, oft á nokkurra mínútna fresti. En samt held ég að ég sé einmitt eins og skapið sem ég er í þá og þá stundina. Ég á við allajafna. En svo breytist það aftur. Einmitt núna (12. október 1995 kl. 9 að kvöldi) vottar fyrir ákveðnum óróleika og ég er á ein- hvern hátt tvístraður. Það er vegna þess að ég hef samtímis marga hluti í kollinum sem eiga í raun ekki saman. Hluti sem ég þarf að gera (þarf ég það virkilega?), það sem ég er að lesa og allra handa hugsanir. Það síðastnefnda er þó kannski ekki eins þokukennt og ætla mætti af því sem að ofan stendur. 15

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.