Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 39
Jarðskjálfta- BELTIÐ Á SUÐURLANDI FREYSTEINN SIGMUNDSSON OG PÁLL EINARSSON JARÐSKORPUHREYFINGAR 1986-1992 ÁKVARÐAÐAR MEÐ GPS-LANDMÆLINGUM Hér á íslandi skýtur Mið-Atlantshafshryggurinn kryppunni upp úr sjónum og eru gosbelti landsins því óvefengjanlega liluti af hryggjakerfi úthafanna. Fljótlega eftir að endurbœttar hugmyndir um rek meginlanda urðu almennt viðurkenndar á 7. áratugnum varð vísindamönnum Ijóst að jarðskjálftabeltið á Suðurlandi tengist landrekinu. Sveitirnar í Flóanum virðast vera á hægri hreyfingu til austurs meðan uppsveitir Árnessýslu hreyfast til vesturs. Einfaldast er að gera ráð fyrir að eitt sniðgengi með austur-vestur stefiui liggi á milli svœðanna og skjálftar verði er það hrekkur til. Sú er ekki raunin. Skjálftasprungur á Suðurlandi eru dreifðar á breiðu belti milli þessara svœða og snúa auk þess norður-suður, eða nœr hornrétt á þá stefnu sem einfaldast er að gera ráð fyrir. Til skamms tíma voru þessar hreyfingar ekki mælanlegar vegna þess hve hægar þær eru en tœknibylting í landmælingum hefur nú opnað vísindamönnum nýjar leiðir í rannsóknum. Plötuskil Norður-Ameríkuplötunnar' og Evrasíuplötunnar liggja um ís- land og markast af gliðnunar- og ---- jarðskjálftabeltum landsins. Plötu- hreyfingar teygja og aflaga jarðskorpuna á plötuskilunum og aflögunina má mæla með endurteknum nákvæmum landmæl- Freysteinn Sigmundsson (f. 1966) lauk M.S.-prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla íslands 1990. Hann lauk Ph.D.-prófi í sömu grein frá University of Colorado at Boulder í Bandaríkjunum 1992 og hefur síðan verið sérfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni. Páll Einarsson (f. 1947) lauk fyrrihlutaprófi í eðlis- fræði frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi 1970. Hann stundaði síðan framhaldsnám í jarðeðlisfræði við Colombia University í New York í Bandaríkj- unum og lauk þaðan Ph.D.-prófi 1975. Páll var sér- fræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans 1975- 1994 er hann varð prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Islands. ingum. Á seinasta áratug hafa komið til sögunnar nýjar landmælingaaðferðir sem gera kleift að mæla jarðskorpuhreyfingar með meiri nákvæmni en áður. Handhæg- asta og ódýrasta aðferðin byggist á GPS- leiðsögukerfinu (Global Positioning Sys- tem). GPS-kerfið grundvallast á 24 gervi- tunglum á braut umhverfis jörðina í um 20.000 km hæð sem senda frá sér merki sem nota má til að ákvarða staðsetningu mælipunkta á jörðu niðri. GPS-leiðsögu- 'Uin þá heimsmynd jarðfræðinnar sem nú er almennt viðurkennd og nefnd hefur verið plale tectonics á ensku kjósa höfundar að nota orðið plötukenning á íslensku en hún hefur einnig verið nefnd flekakenn- ing. Til samræmis eru hinar stóru einingar jarðskorp- unnar nefndar plötur (e. plates) en þær eru nefndar flekar þegar orðið flekakenning er notað. Ekki er eining meðal jarðvísindamanna um notkun þessara orða. Náttúrufræðingurinn 66 (1), bls. 37^t6, 1996. 37

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.