Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 19
um hvað annað ég gæti verið að fást við nýt ég þess sem ég er að gera. Það er ein- faldlega besti kosturinn. 7. Hvað með ástalíf þitt? Einkamál. Ekki í þessu viðtali. Ég verð opinskárri varðandi annað. 8. Heldurðu að uppruni þinn (þjóðerni) hafi áhrif á það SEM ÞÚ ERT AÐ FÁST VIÐ NÚNA? Já. Það væri heimskulegt að segja nei. Auð- vitað hefur hann það. Það er óhjákvæmi- 'egt. 9. Hvað finnst þér um hinn SVOKALLAÐA LISTAHEIM? Mér líkar hann vel. Einnig af gagnsemis- ástæðum. 10. Hvernig MUNDIRÐU SKIL- GREINA KJARNA LISTAR ÞINNAR? Hmm. Þú veist að þetta er ómöguleg spurn- ing. Ég var nýlega í Kóreu, á Kwangju- tvíæringnum og þar var fullt af blaða- mönnum sem voru sífellt að biðja mig og aðra listamenn „að gjöra svo vel að skýra í örfáum orðum inntak verkanna". Ég sagði að ef ég gæti það ætti ég heldur að vera rithöfundur því það sem segja megi með orðum sé best að skrifa niður. En vegna þess að ég gerði einmitt þetta verk get ég ekki skýrt það með orðum. Það er eitthvað handan tungumálsins. Þegar maður t.d. „talar“ um eitthvað sem ekki er til hvað á maður að kalla það þegar engin orð finnast um það sem ekki er til. Og þó að maður búi til nýtt orð yfir það er samt eitthvað handan við formgerð tungumálsins sem jafnvel ný orð ná ekki utan um. 11. Hver er stjórnmálaskoðun ÞÍN? Ég er hallur undir vinstri öflin en aðferðir þeirra eru mér ekki að skapi. Mér er sér- staklega í nöp við það sem kalla má „akademískan vinstri póstmódernisma“. Þetta er upphaflega amerískt fyrirbæri (ég aðhyllist mun frekar frönsku útgáfuna, sérstaklega Foucault) en það er nú að breiðast út í Þýskalandi. Ekki svo að skilja að mér finnist það að öllu leyti ómögulegt. 17

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.