Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 41
tæki sem nú eru í almennri notkun hér á landi gefa staðsetningu með 10-50 metra nákvæmni en með GPS-landmælinga- tækjum má hins vegar ákvarða afstöðu mælipunkta með 5-10 millímetra ná- kvæmni. GPS-landmælingar hafa ýmsa kosti fram yfir hefðbundnar landmælingar. Á lengri vegalengdum eru þær mun ná- kvæmari, ekki þarf að vera sjónlína milli mælipunkta og hægt er að framkvæma mælingarnar jafnt að nóttu sem degi í nánast hvaða veðri sem er. Leick (1990), Páll Einarsson (1991 a) og Freysteinn Sig- mundsson (1992) hafa meðal annarra birl almennt yfirlit yfir GPS-mælitæknina. Víðtækar GPS-landmælingar voru gerð- ar á Suðurlandi árin 1986, 1989 og 1992 til að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Meginmarkmið mælinganna var að auka skilning á eðli jarðskjálftabeltisins á Suð- urlandi og kanna hvernig virkni í því er háð virkni í gosbeltunum á Suðurlandi. I þessari grein er gefið yfirlit yfir niður- stöður mælinganna. Mælingarnar 1992 náðu til 41 punkts sem flestir höfðu verið mældir a.nt.k. einu sinni áður (1. mynd). Jarðskorpuhreyfingar eru metnar með samanburði við mælingar frá árunum 1986 og 1989. ítarlegri lýsing á mælingum og niðurstöðum er í grein Freysteins Sig- mundssonar o.fl. (1995). Áður hefur verið lýst niðurstöðum GPS-landmælinga á Reykjanesskaga (Sturkell o.fl. 1994) og við Heklu (Freysteinn Sigmundsson o.fl. 1992). ■ NIÐURSTÖÐUR GPS- MÆLINGA 1986-1992 Láréttar færslur mælipunkta metnar út frá GPS-mælingunum eru sýndar á 2. og 3. mynd. Óvissa (eitt staðalfrávik) færslu- vektora er um 20 mm og stafar að mestu af óvissu í eldri mælingunum, óvissa í stað- setningu árið 1992 er þannig aðeins um 5 mm. Óvissan er há miðað við stærð færslu- vektora og því er rétt að túlka aðeins kerfisbundnar hreyfingar. Megindrættir hreyfinganna eru: 1. Mælistöðvar vestan við vestra gosbeltið (á Norður-Ameríkuplötunni) færast í vestur eða norðvestur. 2. Mælistöðvar við suðurenda eystra gos- beltisins (á Evrasíuplötunni) færast í austur eða suðaustur. 3. Sunnan skjálftabeltisins færast punktar í austur, norðan þess færast punktar til vesturs. Skjálftabeltið verður þannig fyrir vinstri skúfhreyfingu'. 4. Tognun yfir plötuskilin norðan skjálfta- beltisins á sér ekki eingöngu stað innan gosbeltanna heldur dreifist yfir breitt svæði. 5. Talsverður munur er á stefnu færslu- vektora 1986-1992 annars vegar og 1989-1992 hins vegar. Kerfisbundinn munur á stefnu færslu- vektora 1986-1992 og 1989-1992 stafar án efa af kerfisbundinni skekkju, því ólík- legt er að stefna hægra jarðskorpuhreyf- inga breytist mikið á nokkurra ára tíma- bili. Skekkjurnar eru líklega tilkomnar vegna þess að eldri mælingar eru ekki í sama hnitkerfi og nýrri mælingarnar, og erfitt reyndist að leiðrétta fyrir því að fullu (Freysteinn Sigmundsson o.fl. 1995). í viðbót við þennan kerfisbundna mun á hreyfingum 1986-1992 og 1989-1992 sýna þrír mælipunktar mjög mismunandi færslu á þessum tímabilum og eru þær ekki taldar réttar. Það eru tveir punktar á suðurhluta Reykjanesskaga og punkturinn næst Stokkseyri. Mælingarnar sýna, þrátl fyrir nokkra óvissu. að óveruleg aflögun er innan svæð- isins vestan við vestra gosbeltið (innan Norður-Amerfkuplötunnar) og innan svæðisins við suðurenda eystra gosbelt- isins (innan Evrasíuplötunnar). Færsla milli þessara tveggja svæða reiknast 2,1+0,4 cm/ár í stefnu N116±11°A (1g óvissumörk), ef notuð er aðferð minnstu kvaðrata og mælingum 1986 og 1989 er gefið jafnt vægi. Færslan er í samræmi við 'Enska orðið „sheai'" er hér þýtt sem skúfun, samanber útskúfun, þ.e.a.s. ýta til hliðar. Sjá orðasafn Orðanefndar byggingaverkfræðinga. 39

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.