Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 28
Athyglisverð skordýr; Kampaskotta ERLING ÓLAFSSON síðasta pistli mínum í þessum greina- flokki var farið nokkrum almennum orðum um skottur og flokkun þeirra. I framhaldi af því var síðan tjallað um nýjan landnema af ættbálki kögurskotta (Thysanura), þ.e. ylskottu Thermobia domestica (Packard, 1987). Af ættbálki stökkskotta (Archaeognatha) hefur aðeins ein tegund fundist hér á landi enn sem komið er. Þó eru þekktar um 250 tegundir í heiminum. Islenska tegundin, Petrobius brevistylis Carpenter, 1913, hefur gengið undir heitinu kampafló frá því að Bjarni Sæmundsson fann hana fyrst í Grindavík fyrir um sex áratugum síðan. Kampur merkir m.a. maiarhryggur við sjó, sjávarkambur (sbr. Islensk orðsifjabók), en á slíkum stöðum er tegundina einkuin að finna. Hún stekkur líkt og fló og er hug- mynd Bjarna að heitinu þannig til komin. Þar sem ég tel mjög mikilvægt að samræmi sé viðhaft við nafngiftir kýs ég að breyta heitinu þannig að tegundin verði framvegis kölluð kampaskotta en ekki kampafló. Tegundin er auk þess mjög fjarskyld hinum eiginlegu flóm og er því óviðeigandi að hún beri heiti þeirra. Kampaskottan hefur mér vitanlega fund- ist í öllum Norðurlöndunum, með strönd- um Noregs allt til 70°N, í Færeyjum, Þýskalandi og á Bretlandseyjum. Hún hefur fundist nokkuð víða hér á landi, frá Rauðasandi á Barðaströnd og suður og austur um, allt til Seyðisfjarðar. A Norður- landi hefur hún aðeins fundist við Akur- eyri. Kjörlendi hennar eru klettafjörur og grýttir fjörukambar ofan við sjávarmörk. Erling Ólafsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1972 og doktorsprófi í skor- dýrafræði frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling hefur starfað við dýrafræðirannsóknir hjá Náttúrufræði- stofnun íslands frá 1978. 26 Hún leynist í sprungum og holum í berg- inu og er talin lifa á þörungum. Það er athyglisvert að kampaskotta hefur fundist á nokkrum stöðum á Suðausturlandi fjarri sjó. Geir Gígja fann hana vfða í Hornafirði sumarið 1932, frá Klifatanga við Skarðsfjörð, allt að Kráksgili sem er langt inni í landi, um 2 km norðvestur frá Hoffelli. Á þessu svæði héldu kampaskottur sig í skriðum við rætur fjallanna. Framan í Bergárdalsheiði fann Geir skotturnar allt neðan frá láglendi og upp undir heiðarbrún. Þá eru kampaskottur algengar í Salthöfða í Öræfum en hann er um 2,5 km frá sjó. Vist kampaskottanna á þessum slóðum fjarri sjó hefur verið skýrð á þann hátt að þar séu fornar sjávarstrendur. Land reis síðan úr sæ í lok ísaldar og skotturnar urðu innlyksa. Mér er kunnugt um eitt tilfelli þar sem kampaskottur fundust innanhúss, þ.e. í Sundhöll Hafnarfjarðar, sem er staðsett rétt við sjávarkambinn. Kampaskotta Petrobius brevistylis Carpenter í Salthöfða í Örœfum 14. júní 1994. Hún er mjög samlit gráum, fléttuvöxnum klettaveggnum. Bolurinn er um 1,5 cm auk skotta og fálmara, gráleitur með Ijósum flikrum. Hún er snör í snúningum og fljót að hverfa verði hún fyrir styggð. Ljósm. Erling Ólafsson. Náttúrufræðingurinn 66 (1), bls. 26, 1996.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.