Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 33
grýtið. Seinni hlutinn segir frá ísaldar- menjum og landmótun, stefnum fjarða o.fl. Helland taldi að undir suðurströnd íslands væru firðir, sem nú hefðu fyllst upp af jökulaur og hlaupframburði. Hér segir Helland einnig frá dýptarmælingum sinum á sniði þvert yfir Lagarfljót við Hallormsstað. Reyndist það stöðuvatn ná langt niður fyrir sjávarmál, og taldi hann þetta enn benda til mikils rofs af völdum jökla. Ekki gerði Helland endasleppt við Island með þessu. Hann sat í nefnd sem stóð fyrir fjársöfnun í Noregi handa Islendingum vegna harðindanna árið 1882 (Helland 1882d) og söfnuðust alls 16 þúsund krónur (sjá bréf til Þorvaldar Thor- oddsens, dags. 26. júní 1883). Hann þýddi ágripið af Lýsingu íslands eftir Þorvald (Helland 1883c) og útvegaði honum nýtt tjald til ferðalaga. Þá ritaði Helland þrjár blaðagreinar um ryk sem féll í Noregi veturinn 1883 (Helland 1883b). Hann taldi víst að þar færi aska úr eldgosi sem stóð yfir í Vatnajökli, en ekki voru fræðimenn allir sammála um það. Þorvaldur Thoroddsen benti Amund Helland á handrit Sveins Pálssonar um jarðfræði, sem legið höfðu á söfnum í Kaupmannahöfn frá því um aldamótin, og lét Helland afrita þau með aðstoð Gustavs Storms. Mikinn hluta þeirra birti hann síð- an með stuttunr formála (Helland 1881- 1884). Þetta eru „Tillæg til Beskrivelserne over den Volcan der brændte i Skaptafells Syssel Aar 1783“ og „Forspg til en phys- isk, geographisk og historisk Beskrivelse over de islandske Is-Biærge 11-III“. Hell- and segir þar að þótt lýsingar Sveins séu vissulega komnar til ára sinna séu þær enn nýjasta nýtt á áhugaverðum sviðum sem enginn annar náttúrufræðingur hafi sinnt. Enn skrifar Helland (1884) viðamikla grein um berg- og jarðfræði Islands, þar sem hann lýsir fyrst þunnsneiðum sínum af bergsýnum og ræðir síðan um eðli eldvirkninnar hér og einstakra gosa. Margt er þar skarplega ályktað, til dæmis um stefnur gossprungna og tengsl milli gosa, og gagnrýnir hann ýmislegt í greinum Th. Kjerulfs um þessi efni. Þá ræðir Helland um gjár og um jarðhitann, meðal annars um efnaferli í hverum og laugum. Að síð- ustu er stutt lýsing á silfurbergsnámunni við Helgustaði, sem hann skoðaði. Helland var greinilega hrifinn af íslandi, og kallar það á einum stað „de geologiske vidunderes 0“. Skrif hans um Island hafa eflaust aukið áhuga á jarðfræði landsins á Norðurlöndum, og einnig er líklegt að rannsóknir Hellands hér hafi haft áhrif á ályktanir úr öðrum rannsóknum hans síðar. Þau rit hans sem fjalla að mestu um Island eru öll á dönsku, svo að innihald þeirra tók nokkurn tíma að verða kunnugl meðal jarðfræðinga sunnar í Evrópu eða vestan hafs. Sjá umræðu í grein 0yens (1916, bls. 44-45 og víðar) sem m.a. bendir á að lýsingar Hellands á söndum íslands hafi haft verulega þýðingu til skilnings manna á ísaldarseti í Þýskalandi. ■ JAMES GEIKIE OG AMUND HELLAND James Geikie var lengi prófessor í jarð- fræði í Edinborg og sérfræðingur í ísaldar- menjum. Geikie (1877) vitnar til rann- sókna Amunds Hellands (1876) á jöklum og landmótun í Noregi og Grænlandi, en niðurstöður þeirra rannsókna birtust einnig um líkt leyti í hinu þekkta tímariti jarðfræðifélagsins í Lundúnum (Helland 1877). Þeir Amund Helland og Geikie kynntust svo 1879 eða fyrr og unnu samati við rannsóknir á jarðfræði og landmótun í Færeyjum það sumar. Meðal annars fundu þeir (Helland 1879b, 1880; Geikie 1882) að á ísöldinni höfðu Færeyjar haft sinn eigin jökulskjöld. Geikie hafði greinilega mikið álit á Helland og vitnar oft til hans sem „my friend“ í frásögnum af þessum rannsóknum. I bók um ísaldartímann (Geikie 1881, bls. 567) spáir hann því að ísland niuni einnig reynast hafa haft sér- stakan jökulskjöld á fsöld og telur að plöntur hafi borist hingað frá Evrópu eftir ísöldina um landbrú. James Geikie kom svo til íslands sumarið 1881, og verður frá 31

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.