Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 13
9. mynd. Klettakrœða ('Cornicularia normoericaj í klettum við Stakkahlíð í Loðmundar- firði. Ljósm. Hörður Kristinsson. gljáandi. Ætíð lágvaxin (1,5-4 cm) en vex oft í nokkrum breiðum. Miðhol grein- anna er oftast fyllt með hvítu merglagi. Krækist mjög auðveldlega í föt, einkum lopapeysur, og situr oft föst þar eftir að menn hafa lagt sig til hvfldar í skjólsamri laut. Melakræðan er mjög algeng um land allt á melum og í móum, og í raun nær hvarvetna í óræktuðu landi, ekki síður á láglendi en hærra uppi. Oft myndast þéttar breiður af henni þar sem land hefur verið friðað til skógræktar og hjálpar hún þá til við að þekja melana samfelldum gróðri. í bókinni Grasnytjum eftir Björn Hall- dórsson frá Sauðlauksdal segir um mela- kræðuna að hún sé smæst og lökust af öllum fjallagrösum, seljist hálfu minna, en sé þó matbúin og etin sem önnur grös. Samkvæmt rannsóknum Svíans Ingvars Kárnefelt, sem unnið hefur að kerfisfræði- legum rannsóknum á kræðum og íjalla- grösum, samanstendur íslenska melakræð- an af tveim tegundum, Cetraria aculeata og Cetraria muricata. Báðar þessar teg- undir eru afar líkar og ekki á hvers manns færi að greina þær í sundur. Klettakræða CORNICULARIA NORMOERICA Klettakræðan (9. mynd) er svört að lit eða kaffibrún og gljáandi, lágvaxin, með flatar, stinnar greinar, og vex ætíð á berum klöppum, oft innan um geitaskófir. Hún er vel fest við klettana og ber oft flatar, svart- ar, disklaga askhirslur á greinendunum. Klettakræðan er sjaldgæf planta og fannst ekki á íslandi fyrr en árið 1967, þá á Brekknaheiði ofan við Gunnólfsvík á Langanesi. Síðar fann Hjörleifur Gutt- ormsson hana á nokkrum stöðum við gróðurrannsóknir í Austfjarðaljöllunum og sumarið 1993 fannst töluvert af henni í Loðmundarfirði. Enn er hún aðeins þekkt frá Austurlandi, á svæðinu frá Gunnólfsvík á Langanesi suður á Lónsheiði. StCOLLAKRÆÐA Alectoria ochroleuca Stórvaxin (10. ntynd) flétta, marggreinótt, með sívölum, kræklóttum greinum, gul- hvít að lit og 4-12 cm á hæð. Við fótinn eru greinarnar allgildar en verða þráð- mjóar í endann og þar oft ofurlítið græn - eða svartleitar. Greinarnar eru að mestu

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.