Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 37
virðing. Úr verður bæði saga íslenskrar náttúru og íslensk menningarsaga. Frá sjónarmiði náttúruverndar eru bækumar gífurlega mikils virði. Lögð er áhersla á hreinan lög, láð og loft og hér eru skila- boðin skýr. Þannig hafa verkin uppeldis- legt gildi.“ „Víða er leitað fanga í Ströndinni. Það er næsta ótrúlegt að einn maður geti staðið að baki slfku verki. Lesandinn verður auð- mjúkur gagnvart stórvirkinu sem birtist í höndum hans þegar bókin er skoðuð, einkum þegar á það er litið að Guðmundur er eiginlega einyrki. Svona verk heldur maður að geti einungis orðið til í tengslum við stofnun sem ber kostnað af verkefninu og styður það með fjölda aðstoðarfólks." A viðurkenningarskjalið er skráð að viðurkenning Hagþenkis 1995 sé veitt fyrir að birta með fágætum hætti fróðleik um náttúru Islands og sýna fegurð þess og gildi. Guðmundur Páll Ólafsson er fæddur 1941. Hann lauk B.Sc.-prófi í dýrafræði frá Ohio State University í Bandaríkjunum 1966. Hann las haflíffræði við háskólann í Stokkhólmi á árunum 1971-1974 og stundaði einnig nám í ljósmyndun á þeim árum. Einnig hefur Guðmundur numið myndlist í Bandaríkjunum og þjálfað köfun þar og Svíþjóð. Hann hefur starfað nm skeið sem kennari og skólastjóri. Auk áðurnefndra verka hefur Guðmundur Páll samið námsefni í líffræði fyrir grunnskóla, tekið saman barnabækur um fugla, húsdýr og fjörulífverur og teiknað myndir í fræði- ■'it. Flestar myndanna í stórverkunum um náttúru íslands eru teknar af höfundinum. Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa • ndriði Gíslason málfræðingur, Jón Gauti Jónsson landfræðingur, Kristín Bragadótt- ■r bókmenntafræðingur, Margrét Eggerts- dóttir bókmenntafræðingur og Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur. Hjalti Hugason formaður Hagþenkis afhenti viðurkenninguna við athöfn sem fram fór í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 12. janúar 1996. Hörður Bergmann Fengu Japanar YFIR SIG ÚRAN FRÁ ÞjÓÐVERJUM? Einn stærsti kafbátur Þjóðverja, U 234, var í maí 1945 á leið til Japans með farm til hjálpar asískum bandamönnum Þriðja ríkisins þegar endalok stríðsins í Evrópu virtust ráðin. Aður en kafbáturinn komst á leiðarenda gáfust Þjóðverjar upp og hinn 10. maí barst skipherranum á U 234, Johann Fehler, loftskeyti frá Dönitz flota- foringja, þar sem honum var skipað að gefast upp fyrir Bandamönnum. Og 19. maí sigldi bandaríski tundurspillirinn „Sutton“ í höfn í Portsmouth í New Hamp- shire með kafbátinn í togi. Auk mikilla birgða af frönsku koníaki voru í kafbátnum 240 lestir af hernaðar- lega mikilvægum búnaði, þar á meðal ein- tak í pörtum af fyrstu orrustuþotu heims, Messerschmitt Me 262, teikningar af eld- flaugum og 560 kíló af úranoxíði, hráelni í kjarnorkusprengju. Engar skráðar heimildir liggja fyrir um það hvað orðið hafi af úranoxíðinu. En John Lansdale, sem nú er 84 ára og starf- aði þá hjá bandarísku leyniþjónustunni við „Manhattan Project", kjarnorkusprengju- áætlun stjórnvalda, ségir að úranoxíðið hafi verið flutt til Oak Ridge, þar sem unnið var að gerð sprengjunnar. Vilma Hunt, bandarískur sagnfræðingur með sér- þekkingu á kjarnorku, telur mjög sennilegt að efnið hafi verið notað við gerð einhverrar af fyrstu þremur kjarnorku- sprengjunum, enda hafi Bandaríkjamenn þá ráðið yfir mjög takmörkuðum birgðum af úrani. Der Spiegel, 2/8.1.96 Örnólfur Thorlacius tók saman. 35

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.