Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 24
hallamælunum sýndi mikið frávik frá venjulegri hegðun og óvenjulegir raf- straumar í jörðu voru mældir á nokkrum stöðum. Margvíslegar breyt- ingar urðu á jarðvatni, einkum 3. og 4. febrúar. Vatn tók skyndilega að streyma úr jörðu á tveimur stöðum, annars staðar varð vatn gruggugt, og enn annars staðar þornuðu brunnar. Fregnir um óeðlilega hegðun dýra voru tíðar, og voru margar tegundir dýra nefndar í því sambandi. Hænsni fengust ekki til að fara inn í hænsnakofa, hundar ýlfruðu og þef- uðu niður í jörðina eins og þeir fyndu óvenjulega lykt, rottur höguðu sér sem drukknar væru og kýr stukku yfir girðingar. í nokkrum þorpunt voru gerðar ráðstafanir til að setja upp bráðabirgðaskýli og flytja fólk úr hús- um 3. febrúar, þegar forskjálftar juk- ust. En almennri aðvörun var ekki dreift til bæjar- og sveitarstjórna fyrr en snemma morguns hinn 4. febrúar, og var þá spáð, að sterkur jarðskjálfti yrði nálægt Haicheng þann dag. Klukkan 14 var síðan dreift fyrirmæl- um um ráðstafanir til varnar almenn- ingi. Fólk flutti úr húsum sínum, og sett voru upp tjöld og bráðabirgða- skýli. Hjálparsveitir voru kallaðar út og sjúkraskýli sett upp utan dyra. Einnig voru skipulagðar kvikmynda- sýningar undir beru lofti til þess að létta fólki biðina úti í vetrarfrostinu. Jarðskjálftinn reið yfir kl. 19:36, eins og áður sagði, og olli gífurlegu eigna- tjóni, en litlu sem engu manntjóni. En hver er lykillinn að því hversu vel tókst til í Haicheng? Frennt virðist skipta meginmáli í þessu sambandi. I fyrsta lagi er Kína þéttbýlt land með langa menningarsögu. Saga jarð- skjálfta er því þekkt langt aftur í tím- ann, og fyrir hendi er mikil reynsla af jarðskjálftum og aðdraganda þeirra. I öðru lagi er mikil áhersla lögð á jarð- skjálftarannsóknir í Kína. Líklega vinna í engu öðru landi jafnmargir við jarðskjálftarannsóknir, jafnvel þó miöað sé við höfðatölu. Þessi mikla áhersla á rætur að rekja til ársins 1966, en þá varð mikið tjón í jarðskjálfta við borgina Hsingtai, sem er um 370 km suðvestan við Peking. Þá voru jarð- skjálftarannsóknir, og þó sérstaklega rannsóknir sem gætu leitt til árangurs í jarðskjálftaspám, gerðar að forgangs- verkefni í kínverskum vísindum. Priðja meginatriðið er hin mikla þátt- taka áhugafólks og sjálfboðaliða í jarðskjálftarannsóknum í Kína. Mikill fjöldi fólks hefur með höndum ein- hvers konar mælingar eða athuganir sem ekki krefjast vísindalegrar þjálf- unar, svo sem að mæla vatnshæð í borholu, fylgjast með hegðun dýra eða sinna síritandi mælitæki. Þetta starf er skipulagt í samvinnu við vísindamenn, og gegnir tvíþættu hlutverki. I fyrsta lagi fást með þessu margvíslegar upp- lýsingar sem ógerningur væri að afla á annan hátt, og í öðru lagi myndast tengiliður milli vísindamanna og fólks- ins sem býr á jarðskjálftasvæðunum. Slíkir tengiliðir gegna mikilvægu hlut- verki þegar koma þarf upplýsingum til fólksins. Hvers konar fræðsla og til- kynningar eiga þannig greiðari leið til almennings. En látum nú útrætt um Kína og lítum okkur nær. JARÐSKJÁLFTAR Á SUÐURLANDI Eins og áður sagði liggja flekamót í gegnum ísland og eru jarðskjálftar og eldvirkni landsins tengd þeim á einn eða annan hátt (4. mynd). Vesturhluti landsins er á Norður-Ameríkuflekan- um og hreyfist hann til vesturs miðað við Austurland, sem er á Evrasíuflek- anum. Þannig er landið í heild að gliðna í sundur. En ekki eru allir hlutar flekamótanna jafnvirkir. Sums 18

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.