Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 35
Tæknileg bakteríufræði í síðasta hefti Náttúrufræðingsins, 53. árg., bls. 148, birtist grein um orð- in baktería og gerill, þar sem ég, er þessar línur skrifa, er grunaður um að vera höfundur að orðinu gerill. Ég er sammála greinarhöfundi, Jakobi K. Kristjánssyni lífefnafræðingi, að sjálf- sagt sé að nota orðið baktería í ís- lensku, en ekki í staðinn fyrir orðið gerill, heldur í víðari merkingu. Enda þótt ég felli mig mjög vel við orðið gerill, ætla ég samt ekki að gangast við faðerni þess. Höfundur orðsins mun vera Gísli Guðmundsson gerlafræðing- ur (1884-1928), sem fyrstur íslend- inga var kenndur við þessa fræðigrein. Gísli Guðmundsson var deildar- stjóri á Rannsóknastofnun landsins í Reykjavík, en þeirri stofnun stjórnaði hann jafnframt sjálfur árin 1916—21. Gerladeildinni stjórnaði Gísli til ævi- loka, og átti hann frumkvæðið að nokkrum fyrirtækjum í matvælaiðn- aði, í greinum eins og gosdrykkjagerð, ölgerð og smjörlíkisgerð. Auk þess var hann ráðgjafi í öllum aðalgreinum mjólkuriðnaðarins. Fyrsta bók Gísla var þó ekki á sviði iðnaðar, héldur bar hún nafnið: „Leið- arvísir í sóttkveikjurannsókn“, og kom hún út árið 1912. Þarna gerði Gísli greinarmun á gerlum og sóttkveikjum, sent hvor tveggja tilheyra flokknunt Bacteria. íslenska orðið baktería notar hann annars ekki. Aðalrit Gísla Guðmundssonar var „Mjólkurfræði“, 1. og 2. hefti, alls 310 bls., sem komu út árin 1918 og 1921. Er þetta öndvegisrit í þessari fræðigrein á íslensku og hefur að geyma mikinn sögulegan fróðleik. Var þetta ómetanleg kennslubók í mjólk- urmeðferð og mjólkuriðnaði á 3. og 4. áratug aldarinnar og ntun sú bók hafa fest orðið gerill í málinu. Gerður er í bókinni greinarmunur á gerlum annars vegar, s.s. súrgerlum, rotnunargerlum og ristilgerlum, og hins vegar sótt- kveikjum, s.s berklasóttkveikjum, taugaveikisóttkveikjum og miltis- brunasóttkveikjum. Pá er í annan stað getið um gersveppi, þ.e. sveppi (Fungi), sem valda gerjun, eins ölger, vínger og brauðger. Gersveppir (Saccharomyces) eru blaðgrænulausir einfrumungar, eins og bakteríurnar, en þeir hafa frumu- kjarna. Bakteríurnar hafa aftur á móti ekki kjarna, heldur er erfðaefni þeirra dreift um alla frumuna, þær eru dreifkjörnungar eins og Jakob nefnir svo, en gersveppir heilkjörnungar. Þess skal getið, að blágrænu þörung- arnir (Cyanophycea) eru líka dreif- kjörnungar. Ég tel ekki sennilegt að orðin gerill, gerlafræði og gerlafræðingur hverfi úr málinu, enda ekki ástæða til, séu þau aðeins notuð á tæknilegum sviðum. Fara þau þar miklu betur heldur en t.d. tæknileg bakteríufræði. Sigurður Pétursson gerlafrœðingur. Náttúrufræöingurinn 55(1), bls. 29, 1985 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.