Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 7
Ágúst Guðmundsson:
Sprungurnar á Þingvöllum
og myndun þeirra
INNGANGUR
Sprunguþyrpingar, þ. e. belti af
opnum gjám og misgengjum, eru al-
gengar í gosbeltum hér á landi, en
finnast einnig á eldvirkum svæðum er-
lendis. Almenn lýsing á öllum
sprunguþyrpingum á íslandi er í grein
Kristjáns Sæmundssonar (1978), en ít-
arleg lýsing á einstöku sprungusvæði
er í grein Ágústs Guðmundssonar
(1980) um sprungurnar við Voga á
Vatnsleysuströnd. Jón Jónsson (1978)
hefur einnig lýst sprungunum á
Reykjanesskaga. Sprunguþyrpingar
hér á landi eru allt að 20 km breiðar og
100 km langar. Flestar eru þó talsvert
minni að flatarmáli, og almennt eru
sprunguþyrpingarnar álíka að flatar-
máli og rofnar gangaþyrpingar (Walk-
er 1974).
Á síðustu árum hafa umfangsmiklar
rannsóknir farið fram á sprunguþyrp-
ingunni við Kröflu (Axel Björnsson
o. fl. 1979, Oddur Sigurðsson 1980,
Torge 1981, Eysteinn Tryggvason
1980). Kröfluþyrpingin gliðnaði urn
nokkra metra á tímabilinu 1975-1983.
Gliðnunin er talin orsakast af göngunt
sem troðast lárétt inn undir þyrping-
una á nokkurra kílómetra dýpi (Páll
Einarsson og Bryndís Brandsdóttir
1980, Pollard o. fl. 1983). Stundum ná
þó gangarnir til yfirborðs og verða þá
sprungugos. Utan Islands hafa sprung-
uþyrpingarnar á Hawaii einkum verið
kannaðar og virðast að flestu leyti
mjög áþekkar hinum íslensku (Duffi-
eld 1975, Pollard o. fl. 1983).
Sprunguaflfræði er vísindagrein sem
hefur þróast ört á síðustu áratugum
(Broek 1978). Beiting hennar í jarð-
fræði er þó nýtilkomin, en hefur þegar
varpað ljósi á ýmsa þætti í myndun og
þróun jarðsprungna sem áður voru
óljósir (Rudnicki 1980). Enn er þó
margt óskýrt, en aukin áhersla er nú
lögð á nákvæmar mælingar og tilraunir
úti í náttúrunni ásamt athugunum á til-
raunastofum (Logan 1979). Slíkar ná-
kvæmar athuganir hafa nieðal annars
leitt til þess að menn gera sér nú betur
grein fyrir því en áður, að allar jarð-
sprungur eru sundurslitnar eða ósam-
felldar og því ber að fjalla um þær sem
slíkar (Segall og Pollard 1980).
Sprungurnar á Þingvöllum eru hluti
af mikilli sprunguþyrpingu sem kallast
Hengilsþyrpingin (Kristján Sæmunds-
son 1978, Eysteinn Tryggvason 1982)
og nær frá Langjökli í norðri til
Reykjanesskaga í suðri (1. mynd). Þær
sprungur sem hér verður rætt um
liggja norðan við Þingvallavatn í um
9000 ára gömlu helluhrauni (Guð-
mundur Kjartansson 1964). Oft hefur
verið talið að Þingvallahraunið sé frá
Skjaldbreið. Svo mun þó ekki vera,
heldur er það komið úr 15 km langri
gossprungu á Tindfjallaheiði, vestan
við Kálfstinda, og liggur það ofan á
Skjaldbreiðshrauninu (Kristján Sæ-
Náttúrufræöingurinn 56 (1), bls. 1 — 18, 1986
1