Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 14
6. mynd. Þversnið af Almannagjá þar sem mælilína Eysteins Tryggvasonar (1968) liggur yfir hana. Lóðrétti ásinn er hæð í metrum yfir sjávarmáli. Lóðrétti kvarðinn er ýktur. — A cross-section of Almannagjá where the profile of Eysteinn Tryggvason (1968) crosses the fracture. The vertical axis refers to the altitude in meters. Notice that vertical scale is exaggerated (data from E. Tryggvason, 1968). meðalstefnu Almannagjár og eru oft tengdir smásprungum. Fyrst hefur Al- mannagjá komið fram á yfirborðinu sem belti af hliðruðum sprungum, en þær síðan sameinast við aukna gliðnun á svæðinu. í suðri gengur Almannagjá yfir í röð af skástígum sprungum (8. mynd). Sprungurnar sjálfar hafa áþekka stefnu og meðalstefna Almannagjár, en til samans mynda þær belti sem víkur talsvert frá stefnu hennar. Þetta bendir til þess að undir þessu belti af skástígum sprungum sé eldra misgengi sem ákvarði staðsetningu og stefnu sprungubeltisins, en sprungurnar sjálf- ar opnist í stefnu mestu togspennu. Sums staðar er Almannagjá klofin upp í nokkrar meira og minna samsíða sprungur (4.mynd). í sumum tilfellum hefur landspildan milli sprungnanna sigið nokkra metra, en í öðrum tillfell- um ekki. Flestar þær sprungur sem mynda Almannagjá eru mjóar sig- spildur, sem hafa orðið til við það að Iandræman milli samsíða sprungna hefur sigið. Þótt Almannagjá sé sig- gengi er hún því einnig gapandi gjá. Hrafnagjá Innan Þingvallahrauns er Hrafnagjá ekki nema um 4,4 km að lengd; en hún nær suður fyrir kortið á 2. mynd og sker móbergsfjallið Arnarfell. Ef þessi suðurhluti er talinn með, svo og belti af smásprungum norðan við gjána, er hún yfir 11 km löng. Mesta vídd er 68 m, sem jafnframt er mesta vídd í ein- um mælipunkti á svæðinu. Víddin er þó mjög breytileg, eða allt niður undir 0 m, en sigið, miðað við brúnir sprungu- veggjanna, er nokkuð jafnt langs eftir gjánni; yfirleitt 5-10 m og mest um 20 m (9. mynd). Ef miðað er við lægstu stöðu lands rétt vestan við Hrafnagjá og austurbrún gjárinnar er sigið þó meira, til dæmis um 30 m þar sem mælilína Eysteins Tryggvasonar (1968) liggur yfir gjána. Hrafnagjá er samsett af mörgum skástígum, ílöngum sigspildum sem eru að hluta til samvaxnar (10. mynd). í þversniði líkjast þessar sigspildur helst U-laga dal, öfugt við Almanna- gjá þar sem sigspildurnar hafa rétt- hyrnt þversnið (6. mynd). Sigspildur Hrafnagjár eru grunnar miðað við sig- spildur Almannagjár. í suðri liggur Hrafnagjá fyrst í gegn- um Arnarfell, en endar síðan í Þing- vallavatni. Nálægt suðureridanum klofnar hún upp í margar samsíða sprungur, ekki þó skástígar. í norðri 8

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.