Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 16
9. mynd. Vídd (width) og lóðrétt færsla (throw) á Hrafnagjá. - Width and throw of
Hrafnagjá, measured from north to south.
víkkar sprungan, grynnist og breytist
síðan í belti af smásprungum, svo litl-
um að vart eru greinanlegar á loft-
myndum (2.mynd).
Eins og við Almannagjá er mesta
sigið ekki um Hrafnagjá sjálfa heldur
nokkuð vestan við vestari sprungu-
barminn. Af þessu er ljóst að landið
við bæði Hrafnagjá og Almannagjá
hefur svignað nokkuð áður en sprung-
urnar mynduðust.
DÝPI SPRUNGNA
Allar togsprungur og siggengi hafa
svo til lóðrétta veggi við yfirborð. Af
þessu má álykta að allar sprungur á
Pingvallasvæðinu séu myndaðar við
togspennu nálægt yfirborði. Spennu-
ástand í jarðskorpunni ræður því að á
ákveðnu dýpi fá siggengin eðlilegan
halla, sem er um 70° frá láréttu á rofn-
um blágrýtissvæðum hér á landi
(Agúst Guðmundsson 1984a) og svip-
aður annars staðar (Price 1966) (11.
mynd). Dýpi togsprungna og lóðrétts
hluta siggengja má áætla með reikn-
ingum. Ef togsprungur ná ákveðnu
dýpi breytast þær í siggengi með mæl-
anlega lóðrétta færslu á yfirborði.
Unnt er að sýna fram á að dýpi
togsprungna og lóðrétts hluta sig-
gengja, d, í metrum sé (Ágúst Guð-
mundson 1984b):
d - b • 10'4 T
þar sem b er á bilinu 2,38 til 7,02 og
hefur einingarnar s2m2kg‘‘, og T er
togstyrkur bergsins úti í náttúrunni og
er mældur í pascals (N m'2).
Haimson og Rummel (1982) notuðu
þrýstingsprófanir til að meta togstyrk í
efstu 600 m í borholu í Reyðarfirði.
10