Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 17
10. mynd. Hliðraðar, ílangar sigspildur sem mynda Hrafnagjá. Hliðrunin er um 40 m og
ofan við veginn er vídd sprungunnar tæpir 60 m en 36 m neðan við hann. — En echelon
narrow grabens of Hrafnagjá. The offset is about 40 m and the width of the fracture is frotn
60 m, to the left of the road, to 36 m, to the right of the road (ljósm/p/joío: Ágúst
Guðmundsson).
Niðurstaðan var 1-6 MPa (1 MPa =
106 pascals). Peir notuðu einnig töl-
fræðilegt líkan sem byggir á sprungu-
aflfræði til að meta togstyrkinn og
fengu 3,5 MPa. Af þessu rná álykta að
togstyrkur bergs í efsta hluta skorp-
unnar hér á landi sé að meðaltali 3
MPa. Ef 3 • 106 (3 MPa) er sett inn
fyrir T í formúlunni reynist dýpi tog-
sprungnanna 0,7 til 2,0 km, eftir því
hvaða gildi á b er notað. Sprungurnar
myndast auðvitað fyrst og fremst þar
sem togstyrkurinn er minnstur, og
samkvæmt Haimson og Rummel
(1982) getur togstyrkurinn verið allt
niður í 1 MPa. Mælingar þeirra eru þó
gerðar í gömlu (tertíeru) og tiltölulega
þéttu bergi, og því má búast við að
minnsti togstyrkur yfirborðshrauna sé
minni en 1 MPa. Af þessu leiðir að
dýpi togsprungnanna er frekar af
stærðargráðunni nokkur hundruð
metrar en kílómetrar.
Nur (1982) hefur leitt líkur að því að
lárétt fjarlægð milli togsprungna,
mæld hornrétt á stefnu sprungnanna,
sé áþekk og dýpi þeirra, og að lengd
togsprungna sé venjulega jöfn eða
meiri en dýpi þeirra. Á kortinu á 2.
mynd sést að meðalfjarlægð milli
sprungna er nokkur hundruð metrar,
að frátöldum sprungum sem til samans
mynda nánast beina línu og eru því í
raun hlutar sömu sprungunnar. Af
11